minns
en ekki þinns
föstudagur, ágúst 25, 2006
fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Bannað
Öllum er hér með bannað að kaupa sér hljómflutningstæki.
Heyrði í hátölurum eins og ég talaði um um daginn í dag. Mjög mjög fínt! Risa sánd, alvöru græjubúðarhljóð, og það þó ég held að þeir hafi ekki verið staðsettir 100% eins og mælt er með. 5000 kall stykkið.
Magnara hef líka eitthvað tjáð mig um.
Svo: ÞAÐ Á EKKI AÐ NOTA NEITT ANNAÐ en A) hornhátalara eða kvartbylgjulúðra og B) Tripath magnara. Helst heimasmíðaða, alltaf ódýra. Annað svarar ekki kostnaði, og það tekur því ekki að eltast við það. Hlustanaheimsóknir til mín hefjast vonandi í seinni part september. Er ekki vanur að alhæfa og banna hluti, þið vitið hvernig ég er alltaf upptekinn af öllum 100 milljón hliðunum á málum, en þetta er bara of allt of gott dót.
miðvikudagur, ágúst 23, 2006
Óskiljanlegu hljómsveitirnar
Manu Chao er leti-sumar ryk-á-götunni hangsi-víbes í dós. Kíktu á last.fm og sjáðu hvort þú fáir þá ekki til að spila eitthvað með honum fyrir þig, það er oft hægt að fá að hlusta á ýmislegt þar inni. Finnur líklega eitthvað ef þú leitar að listamanninum.
Óskiljanleg tónlist fyrir mig?
Skil oft lítið í Nick Drake. Skil ekkert í Megasi heldur, þ.e. hvernig þessir ágætu menn fara að þessu. Standa upp úr og út á hlið bæði í einu. Skil ekkert í Beethoven heldur, hvernig hann getur kýlt mann í magann og hausinn með klettastærðar mynsturflækjunum sínum, og haldið svo áfram og áfram og áfram. Skil samt alveg af hverju ég fíla þetta stöff, skil bara ekki hvernig það var fattað upp og sett saman.
Kalli var gestkomandi hér í kommenti fyrir stuttu. Hann á Blýfót og Hofteig. Hann á áhugaverðan þráð á óháða Makka-"nörda"-spjallborðinu íslenska:
Óskiljanlegar hljómsveitir
Ég er búinn að vera að pæla í efni hans með aftari hluta höfuðsins. Einhvernveginn datt út úr mér skarplegt intróspektíft athugelsi, og það er alltaf gaman. Hef oftast ekki hugmynd um hvað mér finnst í alvörunni :)
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
mánudagur, ágúst 21, 2006
Nature FTW
Nature tilraunaaðgangur / Trial access
Tilraunaaðgangur er að öllum útgáfuritum á Nature.com frá 20. ágúst til 30. september 2006. Notendur á Íslandi hafa aðgang, einskins aðgangsorðs krafist. Aðgangurinn er að frumkvæði Nature og engar áætlanir eru um áskrift fyrir landsaðgang. Veljið tímaritalista (?Find a Journal, A-Z Index?) til að velja ákveðið tímarit eða flettið (?Browse Subjects?) til að kynna ykkur hvað er til á hverju fræðasviði.
---
Trial access to all publicized material on Nature.com 20 August to 30 September 2006. Users in Iceland have access, no password required. This trial access is a Nature initiative and there are no plans at the moment for countrywide subscription. Choose "Find a Journal, A-Z Index" or "Browse Subjects".
Kúl! Fékk póst um þetta frá varðliðasveit bókastofu Háskólans í Reykjavík.
FUCKING GAUR
Þetta?
Hljómar svona:
A little scene where our player runs across some snow, grass and gravel
Listed below are 9 common sonic features of fire and their causes.
1) lapping - combustion of gasses in the air (flames)
2) cracking - small scale explosions caused by stresses in the fuel
3) hissing - regular outgassing, release of trapped vapour
4) bubbling - boiling of liquids
5) creaking - internal stress of fuel expansion or nearby structures
6) fizzing - ariel conflagration of small particles
7) whining - periodic relaxations during outgassing
8) roaring - low frequency O2 cycle
9) clattering - settling of fuel under gravity
Vá hvað ég vildi að ég væri eitthvað nálægt því að vera klár í alvörunni, eins og þessi Andy Farnell dúbbi. Linkarnir að ofan eru semsd á ókeypis kennsluefnið hans í opna hljóðhönnunarforritinu Pure Data.
RE SPEKK!
sunnudagur, ágúst 20, 2006
Rispur
Rispi risp. Rasp; Tek stundum skorpur í að hlusta á mitt eigið drasl. Það sést á minni eigin last.fm síðu. Þar er ég á milli Chet Baker og David Bowie í vinsældum :)
Eins og margir sem hafa þekkt mig í einhvern tíma ættu að vita er ég misvísandi blanda af hógværð og full-on Napóleonssyndrómi. Yeah! ég er svo sérstakur!!1 Oh, æji, ég er svo sérstakur. Smá hluti af mér skammast mín þannig fyrir naflahlustunina, en annar hluti af mér er totally að vera impressed af the awesomeness. Dood ferðu ekki að gefa út plötu like bráðum.
Aðallega er það þó forvitni sem drífur ólgandi intróskópíuna áfram, og skilgreingar- og skilningselement eitthvað. Langar að fatta hvað það var sem ég bjó til, en ef eitthvað má læra af sögunni um Yesterday-ið hans Pauls McCartneys, þá er það þannig að undirmeðvitundin er langtum betri að búa til tónlist en skilgreininga-framheilamekanisminn. "Óvartið" fína, sem er síðan ekkert svo "óvart". T.d. þá á ég það sameiginlegt með Togga - og ef ég man rétt, Lauginum líka - að heyra hljóð og laglínur sem færu vel ofan í þann lagpart sem er verið að vinna me á lúppu. Ofheyrnir sjáið þið til. Hver er að koma með þau hljóð?
Hver var að hugsa þessar hugsanir ef það var ekki ég?
Tjah! Gæti verið undirmeðvitundin. Hún er epísk og kímin.
Það merkilegasta við þetta ofheyrnarlag af hljóðum ofan á raunverulegu tónlistina er að þessi hljóð virka alltaf þrusuvel þegar þau eru dregin út úr hausnum og búin til í tölvunni.
Þetta gerist reyndar sjaldan, yfirleitt heyrir maður þetta fyrir sér eða hugsar sig áfram eina nótu í einu, eins og maður sér hluti fyrir sér. Mynd "inni í hausnum" type of thing. En stundum er maður svo stálheppinn að ná að koma sér það djúpt inn í zónið að maður heyrir hljóðin eins og þau séu að koma utan að. Getur verið scary fyrst, sérstaklega fyrir menn sem eru með öflugt innra eftirlit að athuga hvort þeir séu ekki örugglega geðveikir :)
Þetta virkar samt bara svo vel að þetta hlýtur að vera OK, hvort sem það er algengt eða ekki.
Þetta, og fleiri púsl úr púslinu, valda því að maður hefur ekki minnstu hugmynd um hvað þetta er eiginlega sem maður var að búa til.
Maður reynir því að spyrja, en ég gafst fljótlega upp á því almennt því að mér fór alltaf að líða eins og þetta kæmi út eins og hrós-snap. Einstaka sinnum hef ég þó fengið svona ópersónulegt hróslaust skilgreiningarfeedback. Það fíddbakk sem ég hef fengið sem hefur verið nákvæmlega sú tegund sem ég sá fyrir mér var frá listmenntuðum Baldri, mancrushinum mínu með sína carefully crumpled ógæfu og sinn fagra gárungs-gleðitón.
Hann hlustaði lauslega á Lebanon tjab og sagði "þetta er svona ... digital monsterið að öskra og spila á saxófón ..." og hélt svo áfram að gera eitthvað annað.
Meira Munx
Arr, Monk. Magnað að hlusta á hann, gaman að
sjá hann líka:
Fíla sérstaklega fyrsta og þriðja.
Ef þetta er ekki heilagur maður þá veit ég ekki hvað. Get hvorki spólað áfram í þessu vídjói né stoppað það þegar það er byrjað, af því mér fyndist eitthvað svo ofsalega rangt við það. Finn fyrir því sama með mörg Nick Drake lög, sum af Pink Moon t.d. Það er ekki hægt að skippa þeim. Það væri eins og að svekkja barn eða prumpa á engil.
Fyndni gaur. Poti pot í píanó! Gimpast með fæti, umkringdur hljóðfæranördum. Ahh.