minns

en ekki þinns

föstudagur, nóvember 14, 2003

Alltaf gaman að vitna í sjálfan sig ...

Krilli er að fíla ættarnafnapíurnar says:
http://krilli.blogspot.com/
Krilli er að fíla ættarnafnapíurnar says:
ég held ég sé byrjaður að markaðssetja mig
Krilli er að fíla ættarnafnapíurnar says:
ég held það sé komið í hring að "blogga"
Krilli er að fíla ættarnafnapíurnar says:
þ.e., var kúl, svo leim, nú fyndið að byrja
Krilli er að fíla ættarnafnapíurnar says:
svona eins og það er orðið kúl aftur ef maður byrjar að reykja þegar maður er 25 ára

Safari er alveg málið. Ég er nefnilega að læra hlutbundna forritunarhugsun, og hún er kennd á tungumálinu Java. (Ég er m.ö.o. ekki beinlínis að læra Java.) En bókin er svo vond. Svo vond. Kennslubækur í forritunarmálum eiga ekki að vera skrifaðar eins og skáldsaga - með plotti og flækjum, smjörþefskynningu á persónum og spennu milli þeirra (Hver er þessi Mr. Public? Og hvað er hann að gera í klasanum mínum? Hvað vill hann og hvert er hann að fara?) áður en þær þjóna hlutverki sínu á ófyrirséðan en áhugaverðan hátt. Þetta hafa hjónaleysin Lewis & Loftus gert og því er algjörlega ómögulegt að fletta upp í þessari bók. Það er bara einfaldlega ekki hægt.

Þeir sem hafa fiktað í DVD ruplun (ruplun er vonda íslenska þýðingin mín á ripping.) vita hvað keyframes eru. Bókin virkar eins - maður getur ekki byrjað að fletta í henni hvar sem er því þá lendir maður í miðri senu og hefur engan til að fylla út í söguþráðinn fyrir mann, heldur verður maður að spóla til baka og komast inn í hugarheim sögumannsins fyrst.

public static void main(String[] args )
Ég gat ekki fundið út úr því hvaða merkingu þetta hefur.

En Safari bjargaði því á nó tæm - núna er ég að lesa Thinking in Java og Java 2™ Programmer Exam Cram™ 2. Exam Cram bókin er stutt og greinargóð lýsing á því hvernig Java virkar, sem er mjög heppilegt því ef ég skil Java get ég hugsanlega náð að nýta mér tölvunarfræðiáfangann til að læra eitthvað í hlutbundinni forritunarhugsun.

Sem er þó mun betur útskýrð í Thinking in Java - sem er ólíkt kennslubókinni ekki hugsuð afturábak.

Andskotans.

Props til Borgars - ritstíll minn er stolinn frá honum. Hann er mér meiri maður, og Unnur er skvt. almennri ættfræði internetamma mín.