minns
en ekki þinns
laugardagur, september 09, 2006
Mosh potatoes
Ég fór í mosh-pit í gær. Baldur dró mig, ég var þarna í tvær mínútur, hjálpaði til við crowdsurf og hamaðist eins og maður á að gera. Einum bjargaði ég frá hálsbroti, það var fínt.
Svo varð ég hræddur og lét mig hverfa.
Áðan borðaði ég svo ristað brauð með smjöri, köldum kartöflum, salti, pipar og fullt af Hot Madras Curry Powder. Það er fríkins awesome matur. Sérstaklega núna um haustið þegar kartöflurnar eru eins og þær eru.
föstudagur, september 08, 2006
Ég þekki eitt sjarmerandi blogg á sænsku. Mig hefur bæði langað sjálfum til að átta mig á því hvernig nákvæmlega það er sjarmerandi, og ég held ég hafi verið beðinn að útskýra það líka. Ég er ekki viss, en mér datt Þórarinn Eldjárn í hug, og Guðrún Helgadóttir líka. Auður Haralds akkúrat núna og jafnvel Ólafur Haukur Símonarson.
Það er til einhver íslenskur víbes sem er ekki haft mjög hátt um, Laxnesi hampað meira en Þórbergi minna. Þekki held ég fleiri sem þykir vænt um Þórberg, en mér virðist fólk bera virðingu fyrir Laxness. Getið svo giskað á hvort mér finnst merkilegra.
Meðan ritað er um háfleyga sit ég og les hina, og ég held að þessi víbes þar sé íslenskt fyrirbæri sem birtist einhvernveginn í ritstíl og hugsanagangi hjá ótengdum hópi fólks. Örugglega að hluta til í gegn um áhrifaosmósu milli penna, en ég held líka að þetta sé eitthvað sem gerist bara hérna. Það er eitthvað við configgið á þessu landi sem fær fólk til að skrifa svona.
Þetta "svona" er flókið, en ég held að partur af þessu sé óþol fyrir væmni. En þó ólgandi skömm velli upp við ónæmissvörun á væmni, þá þurfum við samt öll að vera hlý og fyndin og með allskonar nice tilfinningar – af því að annars erum við fokkd.
"Víbes" þessi sem ég nefni er ógreinilegur og það er erfitt að setja puttann á hann, en mér finnst eins og hann séu leiðir sem fólk hefur fundið til að vera hlýtt og fyndið og sjarmerandi og allskonar nice tilfinninga-, án þess að fara yfir í væmniklístrið.
Gott blogg. Kannski kemur eigandinn og lætur linkinn sinn í pottinn hérna fyrir neðan, nema ef upp skyldi koma hrúðrandi präsentationsångest. Sjáum til ...
Þetta á eftir að laumast hérna inn einhversstaðar. Nú er búið að útskýra nóg, og hægt að fara að skrifa um það sem átti að skrifa um:
Það skrýtna við þetta blogg er að það er skrifað á sænsku og næstum öll komment eru á sænsku. Þegar ég svara færslum þarna reyni ég að gera það á auðvitað á sænsku, eða einhverju svipuðu allavega. Búbblandi skandinavísku. Það er nefnilega alveg hópur af fólki sem býr þarna í kommentakerfinu, og það er einhver víbes þar og þeirra á milli, sem er partur af heila sjarmanum. Mér finnst þess vegna hálfsilly að vera að troðast þarna inn með einhverja forréttindaíslensku og hafa á tilfinningunni að maður væri að fá implicit sérmeðferð. (Blöogarinn er nefnilega íslenskur.)
En ég kann bara ekkert sænsku :) Ekkert svo mikið, allavega. Allavega nógu lítið til að vera með mildar áhyggjur af og til yfir því að maður virðist þroskaskertur NÄR MAN PRÅTAR SO HER SOM EN HANDIKAPPAD!1
Það er reyndar langt síðan ég fann út hvernig maður virðist súave á máli sem maður kann ekki: Vera með stærri orðaforða en aðrir sem eru svipað sleipir í málinu, og skera sig úr með því að tala málið vitlaust af öryggi.
Baldur kom í heimsókn í hádeginu og fékk ólgandi blöndu af hippa-baunarétt og útúrsmjöruðu beikoni og eggjum. Auðvitað mjólk með, og af því að fitusprenging er fyrir aula og matvælafræðinga, þá tókum við hana ófitusprengda takk fyrir.
Baldur fékk að hlusta á nördamagnarann nýja og sagði minnir mig orðin "vá", "feitt" og "fínt".
Það sannar að ég er alls enginn nörd, heldur útsjónarsamur rafsmiður. Alvöru karlmenn geta víst vitað hvað aðgerðamagnari, stilliviðnám og herpihólkur eru, ef það er liður í því að brjóta heiminn undir sig.
Já, brjóta heiminn undir sig – það þarf ekki endilega að bora tóm göt í veggi heldur þarf líka víkingast dálítið í rauðbirknu landi hljómgæðanna.
Krútt
Ókunningi minn, sem er nörd, var að spjalla við sér yngri nörda-áhanganda sinn á gangi skólans í dag.
"Á Linux, þá ef þú gerur rm -Rf * ... þá tsjíu hverfur allt. Já, þá er bara allt farið."
"Váá, allt?"
"Err emm err eff stjarna. Allt farið."
Late nights all alone with a test tube
Komst loksins í einhvers konar mark með PIMETuna mína. Magnarinn sjálfur er nokkurnveginn tilbúinn, það er að segja.
Sándar fínt fínt! Testaði græjuna á Brian Wilson og Squarepusher.
PIMETA er heddfónamagnari. Hljómar pínu stúúpid að vera með spes magnara fyrir heyrnartól, en vá hvað það breytir. Ekki til að gera meiri hávaða, heldur betri og réttari hávaða. Trommur gera meira tromm, bjöllur gera meira bling. Shimmer sparkle pop og wham.
Hljóðið verður í rauninni bæði-í-einu mýkra eins og í húð og stinnara eins og í vöðvar.
Eins og er þá er græjan að bíða eftir betri íhlutum, svo sem fancy opamps og hljóðperverta súperviðnámum, en ég gæti hlustað vel sáttur á hana eins og hún er núna. Hlakka mikið til að heyra þetta extra sem mér skilst að tækið eigi inni, sem kemur í ljós þegar það eru komnir alvöru partar í það.
fimmtudagur, september 07, 2006
miðvikudagur, september 06, 2006
Einu sinni var ég heilagur og trúði því innilega að það væri ljótt að spila með mysteriousness, að sveipa hluti dulúð til að setja stjörnur í augun á fólki. Það er langt síðan ég var þannig.
Síðan seinna hef ég prófað að gera þetta og það er ekkert svo erfitt :) - en það má bara gera það for gúúd!
T.d. ef maður vill að einhver tékki á einhverri tónlist þá er rosa fínt að sveipa hana myystíík, og þá hleypur viðkomandi oft til og tekur leyndardóminn utan af disknum og hlustar á hann, invisible carrot.
frank vann.jpg
Fyndið, ég set spássíukrot á flickr og bæng einhver setur það í favorites hjá sér.
http://www.flickr.com/photos/52007774@N00/
Pretty kúl!
þriðjudagur, september 05, 2006
Excruciatingly sniðugur
Alltaf hress. Ahem :)
Þetta er svona mynd sem var silly-stupid gaman að taka, vinum mínum finnst ábyggilega fyndin og dútsí kjút og óvinum mínum finnst örugglega mega lame. En those who mind don't matter auðvitað. Set hana þó ekki hér inn til sýnis beinlínis, heldur vegna þess að ég var búinn að segjast ætla að gera það.
Dálítið tame, en fyndi-kjút. Þessi fatahönnun þjóðverjanna er asnalega viðeigandi innlegg í nýlega orðræðu mína og ná-crews. Ég tel það augljóst eftir sléttrakaðan tíunda áratuginn að nú sé tíminn kominn á undrahandaullina vinalegu.
Höfum það hlýtt í krikum og hresst.
Vía bong bögn via eitthvað annað.