minns

en ekki þinns

laugardagur, október 07, 2006

asj, phases og allskonar

1)
Ég er að öllum líkindum einn af fáum íslendingum sem segir asj. Sá eini, most likely. Ég hélt að það væri sænskt, en það er norskt.

zyphnet ¬ Gruppediskusjon
asj for faen an e kje æsj naj

Forum > Snus-tråden v.3 - Annet prat toleres ikke.
asj asj asj......... noe så ekelt!

2)
Fast film
Mjög Fínt
Fann þetta á boingboing, sem linkaði á eitthvað cartoonbrew sem þarf að skoðast betur.

3)
Gissur er snjall og sniðugur. Spakur líka. Hann sendi mér þennan link í gær, gerandi ráð fyrir að ég kynni að meta hann. Höfundurinn, Pickled onion gaurinn, er skemmtilegur, alveg mjög inni á einni af mínum bylgjulengdum. Hefði verið til í að heyra þetta:
"Ryuichi Sakamoto's "1919" and Eno's "Sparrowfall" were played interactively with AntiRom's sound software program Phase. With a grid for each instrument projected above, the musicians played the notes that appeared on the screen with live improvisational changes mixed in from AntiRom. The playful irony of interfacing electronic classics arranged on strings and replayed via live sequencing software left chins on the floor."

föstudagur, október 06, 2006

Tiltekt I

Ólgandi tjáningareðlið - og næmt auga listamannsins - býður mér nú að fremja gjörning.

Fyrsti dagur í tiltekt. Þeir verða a.m.k. sjö, miðað við að áætlanir mínar um hauginn og afkastagetu mína í brúttólítrum per dag.

Fyrst er það vinnuhornið í kjallaranum. Pointless-dótið hans pabba og pointless-dótið mitt er blandað í flata hrúgu á borðinu. Hún hefur fengið að vaxa til vinstri við stjórnsætið því maður sér hana ekki þegar maður er að vinna, útúrgóður áðí eftir deit við elsku Giödu. 12 bör af löving.

miðvikudagur, október 04, 2006

Reykjavík Harbor Watch fer með ókunnuga samlanda sína til Stokkseyris, gefur þeim humar. Skilst að þeir hafi bara mætt á bloggið hennar og spurt hvort það væri hægt að gera eitthvað kúl á Íslandi. Hún heldur það nú aldeilis og sýnir þeim alvöru stöffið.

Prittý kúl.

Spjallaði við tvo af þessum ágætu ungu mönnum í heitum potti um daginn, á næstsíðasta degi ferðarinnar. Mjög fínir!

Merkilegt hvað það gengur oft vel að spjalla við ameríkana.

Finnst stundum eins og ég hafi hugsað mig frá íslenskum hversdagssamskiptum, eða sé "not getting it" vegna einhvers konar fötlunar. Svo koma útlendingar, frá landi sem maður hefur aldrei komið til, og þá er ekkert mál að tala við þá.

Skrýtið skrýtið.

þriðjudagur, október 03, 2006

bo, Selecta

Skóli skóli.

Ég ætlaði að splæsa í örsmáan lúxus um daginn, pínulítinn eiginlega, og fá mér Eitt sett á eftir hrísgrjónamáltíðinni. Fullkomið munkalíf, örlítið brotið upp til endanna.

Af hámarks útsjónarsemi hafði ég safnað saman 70 krónum í vasanum yfir vikuskeið, en sjálfsalinn át hann. Gormurinn snerist alveg, en ekkert Eitt sett datt niður. Ég sparkaði í kassann en ekkert gerðist, nema að mér fannst ég myndi hafa litið allkjánalega út þegar ég var að reyna að ná kúl höggi á hlunkinn.

Næst íhugaði ég að valda 70kr. tjóni á þjónustuvélmenninu og verða þannig kvitt við Selecta-sjálfvirkniveldið.

Degi síðar sá ég Frank skólabróður minn og snilling mikinn þar sem hann stóð vonsvikinn á svip að sparka í sama sjálfsala. Þá hafði kassinn tekið 140 krónurnar hans og ekki látið hann hafa neitt nammi.

Við syrgðum féð sem við höfðum látið glepjast til að láta renna ofan í smurða rauf kassans, við klingjandi gleði úr maga dýrsins. Klíngklíng DEPOSIT 60 klíng-hæ! SELECT PRODUCT Klirríklíng!

Frank er bæði fyndinn og séður. Í fyndni sinni sendi hann Selecta alvarlegt kvörtunarbréf og bað um 210 krónur til baka. Af því hann er séður þá setti hann reikningsnúmerið sitt með.

Ég veit ekki af hverju Selecta borgaði honum til baka. Kannski eru þeir fyndnir líka. 70-kallinn minn er nú á leiðinni í glóðvolgri millifærslu, takk fyrir Frank.