minns

en ekki þinns

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Bogey

Ef maður ætlar að gera eitthvað rugl í próflestri, þá er eins gott að hafa það almennilegt.

Next up: Hárgreiðslufærslan.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Undur flugtaksbúnings

Jólafríið er bráðum. Ég ætla að taka til (alveg helling), undirbúa næstu önn og smíða hátalara.

Eruð þið, kæru vinir, á ferðinni í Evrópu eða Bandaríkjunum? Gætuð þið flutt hátalaraparta heim í ferðatöskum ykkar fyrir mig?

Það væri afsakaplega elskulegt. Flutningskostnaður með gamaldags skipi nemur u.þ.b. hátalaraverðinu :/

Dótið ætti meira að segja að komast í handfarangur: Tveir litlir pappakassar, um 10cm á kant, og líklega svipað kassaígildi af smáhlutum í poka. (Ef þið sjáið fram á mikið aukapláss í farangri vantar mig líka hátalaraparta í hljóðhimnusprengjandi terrorsystem handa Baldri :) )

Ahh, heimsókn til flippaða vinar ykkar að hlusta á rómantíska tilfinningatónlist í heimasmíðuðum hátölurum + besta te í heimi. Mmm!

Nnnákvæmlega



"Daytabays" dótið sem hann notar er mjög svipað verkefni sem er í gangi uppi í skóla. Pritty neat.

Edit:
Hm. Vídjóið sést ekki, örugglega út af fancy transparencyinu mínu. Það er youtube vídjó hérna að ofan. Stóra tóma svæðið. Það er hægt að smella á það og það spilast, ósýnilegt :/

Linkur á vídjó

Linkur á síðu:
Scrambled Hacks, eða "sCrAmBlEd?HaCkZ!", eins og höfundurinn stafsetur það.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Vá, ég sit hérna í friði og ró og er að vinna á sunnudagskvöldi. Þægilegt.

Skrýtið sem blandast síðan saman við það: Þegar ég loka augunum sé ég nefnilega Toribash.

Ég er ekki búinn að spila hann mikið, í alvöru!, en Toribash gerði eins og Tetris og límdi sig inn á augnlokin.

Linkzör

Það eru tvær ástæður fyrir því að ég pósta ekki linka og vídjó og allskonar sem ég fíla hérna.

Önnur er sú að þá sést hvað ég hangsa mikið á netinu :D

Hin er sú að mér hefur fundist að ég ætti ekki að taka kredit fyrir einhverja linka sem ég á ekki sjálfur. Eða eitthvað þannig. Frekar pointless og weird! Eitt af mínum overcompensation atriðum. Ég man eftir því að hafa sagt eitthvað sniðugt, og sjá síðan félagslega unscruplaðri vini mína nota pælinguna án þess að gefa kredit. Nota það eins og sína eigin pælingu. Þess vegna, frekar vankað, vil ég ekki þykjast eiga linkana.

Tómt bull!

Hættur því.

Ég ætla að pósta linka framvegis, og segja af hverju mér finnst þeir skemmtilegir. Hollt fyrir mig, hollt fyrir ykkur.

Elsku Sveinbjörn, mjög kær vinur minn, einn margra vina minna sem er svo sérstaklega kokkaður upp handa mér að maður fer að trúa á einhverja alheimsstjórnun og skipulag, sendi mér þennan link áðan:

The Bohlen-Pierce scale

Ég hef alltaf haft góðan húmor fyrir því þegar einhverjir spekingar, trylltir af rökhugsun og sjálfsamanþvældri menntunar-hugsanaúrkynjun, fara að búa til nýjar tóntegundir og skala og bla. "Mikilvægasta míkrótónalverk 20. aldarinnar verður flutt af Krónos Kvartett og sjö heimspekingum." Nema hvað að Pachelbel er svo bara geðveikt flottur í Bohlen-Pierce skalanum.

Það furðulega við gamla vestræna 12-tóna kerfið er að það er innbyggður einhver hátíðleiki í því. Þrúgandi prumpulegt furstaverk sem er erfitt að losna við. Lagstúfurinn hans Pachelbels fer reyndar MJÖG vel með þennan hátíðleik, og nær að koma mér í gírinn, en það er alveg magnað hvað þetta verður spúkí en samt mannlegt í þessum furðuskala.

Margt svona tónstiga-FÍH-runk segir mér fátt. Kannski af því ég veit of lítið. En! Beyglaði Pachelbel segir mér eitthvað rosalega fínt.