minns
en ekki þinns
föstudagur, mars 30, 2007
fimmtudagur, mars 29, 2007
Bless
Ég er að kveðja á mér líkamann. Eftir því sem mig rekur lengra út á fræðisjó og mátturinn til að teikna ósýnileg munstur eykst - inn í maskínur sem ganga án þess að hreyfast - er ég að smækka.
Tækin sem ég er búinn að velja til að sérhæfa mig í eru einmitt alltaf að minnka. Línuritið þar yfir spáir því að virknin muni stækka en holdgervingarnir minnki og minnki.
Ég léttist og fölna og hlutföllin í mér breytast. Þróun sem þarf að snúa við .
Hárið vex og það verður tími til að klippa það seinna. Ég er kominn með mullet á þrútið höfuðið.
Ég lít í spegilinn og hugsa "Krilli Beikon". Mulletið.