minns

en ekki þinns

föstudagur, september 05, 2003

Þegar ég var í iðnskólanum braust ókunningi (óvinur, nema ég þekkti hann varla) minn inn í tölvukerfið og breytti fjarvistarpunktunum mínum.

Þegar þetta uppgötvaðist voru fjarvistir mínar hækkaðar í botn til að refsa mér fyrir baldnina - og vitaskuld þótti þeim óþarfi að láta mig vita af þessu.

Þetta þýddi þrjár einingar í mínus fyrir mig þessa önn, því ég náði auk þessa engum prófum.

Ég mundi ekki vita af þessu nema fyrir þá skemmtilegu staðreynd að þessi ókunningi minn gaf sig að ástæðulausu á tal við mig um þetta mál, sem ég vissi ekki um og hann hafði enga forsendu til að vita neitt um, því ekki hafði hann neitt með fjarvistapunktaumsjónina í IR að gera.

Því hlýtur hann að vera sá seki! Í garðhýsinu! Með reipið!