minns

en ekki þinns

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

i.
Hitti eina af sparivinkonunum á gervigreindarfyrirlestri. Fyrirlesturinn var góður og samlokurnar ókeypis. Vinkonan kvartaði undan því hvað ég væri lélegur að blogga. Ég er sammála því - svo blogga ég líka svo sjaldan.

ii.
Sonur heljar er farinn að skrifa um jesúm. Gott stöff.

iii.
Alvörumanneskjuverðlaunin fær Hildur Sverrisdóttir - hún er töff.