minns

en ekki þinns

miðvikudagur, desember 15, 2004

Ah, takk Magga mammabest. Fór að leita að dóti eftir Sigurð Guðmundsson. Gúgúl, fann ýmislegt, hef einmitt tekið eftir honum áður. Female with ball. Gott stöff. (Þessi fyrsta.) Rambaði svo inn á i8.is þar sem ég fann m.a. myndir eftir Hrafnkel Sigurðsson. Finnast mér húsamyndirnar hans alveg excellent. Hef einmitt tekið eftir sömu hlutum og hann, sumar íslenskar blokkir eru mjög streindsj og bjútífúl við ákveðnar aðstæður á sumrin. Þessar byggðar milli 70 og 80 u.þ.b. eru uppáhaldið mitt. Svakalegasta íslenska byggingaratriði sem ég hef séð var grunnskóli einn nálægt Mosgerði, þarna í smáíbúðahverfinu. Klukkan var eitthvað milli 5 og 7 á laugardagsmorgni í seinni hálfleik maímánaðar. Sólarhringsruglingurinn var í hámarki - það er dagbjart en skuggarnir eru ótrúlega langir því sólargeislarnir eru nær láréttir. Það er hvergi mann að sjá. Hverfisdýrin eru rétt byrjuð að nudda stírurnar úr augunum. Tómur skólinn var þarna baklýstur, himininn á bak við skólann alveg auður gradient milli tveggja blárra sem hvorki er hægt að ná á prent né sjónvarpsskjá og skuggarnir af þessum 2-3 hæðum fleiri tugi metra út á skólalóðina, allir bláir líka. Lóðin auðvitað með öllum þessum máluðu línum fyrir frímínúturaðir og parís og þannig. Grafkyrrt. Megaflott. Mjög óraunverulegt, ógnandi og rómó á sama tíma.