minns

en ekki þinns

laugardagur, nóvember 04, 2006

Alvin

Munið þið eftir þessari lynchmynd - The Straight Story?

Mig minnir að ég hafi horft á hana heima á Amt. með strákunum. Vá hvað hún var fín. Hún barst í tal, ég var búinn að gleyma henni.

Por bone uzi Esperanton en Linukso

Ég kynni með stolti:
Esperanto en Linukso
Af bertilow.com

föstudagur, nóvember 03, 2006

Can, maður, Can!

Vá hvað þetta er fínt rusl.

Útvarpið

Ég heyrði af þessu í útvarpinu. Gamalt persneskt. Flott menning sem býr til eitthvað svona og kallar það "traditional", ha?

Langspil og kyrj er alveg sniðugt og cute, en sorry gæs. Persarnir eru ALVEG að taka okkur í bakaríið. Lopaklepraða fríkins bakaríið.

(Þetta er úr verkefni sellóboltans Yo-Yo Ma: Silk Road Project. Hann hringir í alla útlenskustu vini sína og fær þá í heimsókn. Þau spila saman eitthvað ancient og setja á disk.)

Wikidi-wag, tziga-til eru fræ, YO dziggidi-wak

Öll blökkumúsík mætti vera svona fyrir mér. Hvað kallast þetta í dag? Hipphopp? 99Rapp66?

Ég hef talað við einhver ykkar um Plaid. (Þetta er Plaid þarna uppi.)

Merkilegt við þetta lag finnst mér að

ég er alveg sáttur við að það sé manneskja að jarma ofan í fínu tónlistina. Yfirleitt böggar það mig. Ég er svo delikat, næmur og sart - og það er einn undirliggjandi söngstíll í gangi í dag og það er að Tjá sig Voðalega Ýkt. Tilfinningarnar þurfa að Komast Út um Hátalarann. Thom Yorke er SEKUR. Þegar fólk gerir þetta í míkrófóninn fæ ég alltaf smá hroll. Minna er meira en nóg.

Thom: Bu hu, tré úr plasti
Ég: OK ég skil pointið en hættu að tosa í úlpuna mína gaur

Needy söngvarar? Hver fann upp á því?

Þarna í Plaid-laginu er rapparinn ekkert að trana sér til að byrja með, er frekar á ská og afslappaður. Nær að vera afslappaður þannig að ég kaupi það meiraðsegja: Ekki að rembast við að springa úr eigin kynþokka og álfelgum, eins og bræður hans og systur gera mörg.

Vá hvað ég er kröfuharður. Anyway.

Svo er hann feidaður út úr laginu og bjagaður á víxl. Hann rennur inn hjá mér, rétt undir radarnum. Þegar fólk er svona vart um sig eins og ég þá er bara skippað eða slökkt þegar fólk er að taka einhvern Leiklistarskóla-Hamlet dramó. Hver sagði að þetta sjálfhverfa söngpakk mætti laumast inn til mín falið í geisladisk og byrja svo að gusa kaffitilfinningunum sínum yfir mig? Fu!

Góður rappari sem sagt. Góðu Plaid.
Gaman líka að hafa "hipphoppið" undir "rappinu" svona teiknimyndalegt.

Svo er hérna Konfekt lagið sem ég talaði um í vikunni. Skemmtilegt eyrnanammi.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Te

Lengi að vakna í dag, og lengi á leiðinni út.

Komst samt út á endanum og hjúkket að það tókst.

Ég var námsmannaklisjan holdi klædd - nema delúx útgáfan. Sótti bók upp í skóla og keypti grænt kort klæddur í snyrtileg en off föt. Gaman. (Það bar vel í veiði í hreinatauskörfunni í dag.)

Sat og hlustaði á eitthvað töff á Kaffi hljómalind með epísku nördagleraugun yfir andlitinu og vann. Drakk besta te í heimi, grænt te með jasmín og sítrónu plús hunang. Þetta er ekkert djók. Ég hélt að te væri eitthvað svona sem væri ekkert ÞAÐ gott á bragðið, en sem fullorðnir drykkju af því þeir eru búnir að fatta að mann svíður í góminn og verkjar í liðina af kóki, eða eitthvað þannig, en að gos væri í alvörunni best á bragðið.

Turns out að það er bara þannig að það er eiginlega miklu betra að klappa terunna í heilt ár og biðja hann svo fallega hvort maður megi fá nokkur lauf. Síðan sendir maður besta vin sinn að sækja jasmínlauf, og bestu vinkonu sína að sækja sítrónujurt til Nýjasjálands wherever.

Laufblöðin og jurtadótið allt setur maður saman í poka. Svo hellir maður vinalega heitu vatn á pokann og allar fínu olíurnar og flavóníðin og hvaðþettallt renna úr laufunum og enda í bollanum manns. Crazy!

Með hunangi? Fokk kók.

Fór svo í hommabaðhúsið í Vesturbæjarlaug með Jónasi. Sveittir í sánu. Fengum okkur pylsu í pylsustofunni þar hjá. Bílskúr og gróðurhús klesstu á hvort annað á gatnamótunum og svo hefur allt draslið verið fært upp á gangstétt og byrjað að selja pulsur í því.

Kallinn í pulsuskálanum er æði, og sannfærði okkur með brögðum um að fá bráðinn ost á pylsuna. Það var fínt, dáldið feitt en nice.

Maður kemur þarna inn í lágt-til-lofts, háir-stólar, lýsingin-úr-veit-ekki-átt gróðurhús. Þar á maður svo rosalega fínt og super refreshing íslenskt kaldhæðnis-en-vinalegt spjall um pylsur með osti. Gasalega jarðtengjandi. Ég fann áruna mína renna yfir afgreiðsluborðið og jarðtengjast í gegn um pulsupottinn. Sjónvarpsfréttir gengu undir öllu saman.

(Mæli með þessum stað, þegar það er orðið dimmt er eins og að fara yfir í Twilight Zón að koma þarna inn út af hlutföllunum á öllu þarna inni og lýsingunni.)

Fór aftur á Kaffi Hljómalind til að klára að vinna. Við Jónas sátum þar saman og þögðum, hann að skrifa mastersritgerð og ég að setja upp enn eitt dagatalið.

Holy shit ég var að fatta hvað það er táknrænt að a) ég skuli vera mesti slacker og tímasóari í heimi og b) ég vinni við það ár eftir ár að setja upp endalaus dagatöl. Ég er ekki til í alvörunni, það getur ekki verið. Þetta er viljandi og ég er persóna í bók. Eða að Guð er geggjaður brandarakall og grínari. Sem og hann er eflaust, og mikill snillingur, vá.

Það er smá eftir af sögunni en ég er skrifstopp eftir þetta fatt.

Þessi

Þekkti einu sinni þessa stelpu.

Ég rakst á hana um daginn, og það var gott hvað það var fínt. Rapport til staðar, og gaman-að-sjá-þig, en ekkert insanity. Ekkert mikið allavega :)

Alveg smá steinn í magann, en steinn af þeirri tegund sem ég er alveg sáttur við að hafa. Manneskjunni er ekki fisjað saman á neinn hátt. Hún á alveg inni einn stein.

Pedicular Holstering

Labbaði fram hjá Spúútnik í gær. Sneri við og kíkti inn. Þar eru engir sokkar. Stelpurnar mæltu með Bónus og Sock shop. Þær eru alveg ekkert vitlausar, svo Bónus og Sock shop eru greinilega meira kúúl en ég héélt.

Veit ekki samt. Eru til dempaðir litir í Sock shop?
Kíki kíki.

Ríkidæmi mitt fyrir upplitaða ljósbláa sokka með einhvers konar ósýnilegu mynstri.

Basically þá langar mig í sokka sem eru veggfóður.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Þakk

Ef ég gæti útskýrt hversu vel ég kann að meta tónlistarábendingar ykkar vina minna, þá yrðuð þið skrýtin á svipin.

Hressir og hlýjar, það er eins og að fá savory lýsissprautunál beint inn um gagnaugað.
Magníífíkó, undrin dælast um mig allan

Nú hafa eyrun mín frétt af fljótandi næringu, og næsti undirverktaki í sýsteminu er farinn að láta í sér heyra:
Hvar er hægt að kaupa sokka á þessu guðsvolaða landi?

þriðjudagur, október 31, 2006

Flókið ambient sagði ég?

Well, hún Mira Calix er alveg dálítið þannig. Sem og Fennesz.

Mental note, tsjigg.

mánudagur, október 30, 2006

Konfekt er skemmtilegur. Dótið á last.fm síðunni er frekar basic þýskt rafdrasl, en ég heyrði eitthvað stöff heima hjá Jónasi í ca. eina mínútu, og er búinn að vera með það á heilanum síðan á laugardaginn. Spikaður og wobbly bassagangur, frekar týpískt, en svo spilaði hann lag-sem-maður-kannast-við á einhvern undarlega showbiz hátt á einhvers konar trékubba. Beint ofan í Mauriziodöbbið. Geðveikt fínt!

Mig vantar eitthvað flókið ambient núna. Sumt ambient sem er flókið er líka að puða við að vera arty og erfitt, en sumt ambient sem er ekki erfitt er samt ekki nógu flókið. Biosphere er áferðarfallegur, en mér þykir hann orðinn helst til mikil kisa.

Six organs of admittance kemst eiginlega hvað næst því að vera þetta eitthvað-sem-mig-langar-í. Passar ekki undir "ambient" genre-nïchê-ið samt, en það er eiginlega bara betra.

Flóknar ambienttillögur hér að neðan THX