minns

en ekki þinns

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Óskiljanlegu hljómsveitirnar

Manu Chao er leti-sumar ryk-á-götunni hangsi-víbes í dós. Kíktu á last.fm og sjáðu hvort þú fáir þá ekki til að spila eitthvað með honum fyrir þig, það er oft hægt að fá að hlusta á ýmislegt þar inni. Finnur líklega eitthvað ef þú leitar að listamanninum.

Óskiljanleg tónlist fyrir mig?

Skil oft lítið í Nick Drake. Skil ekkert í Megasi heldur, þ.e. hvernig þessir ágætu menn fara að þessu. Standa upp úr og út á hlið bæði í einu. Skil ekkert í Beethoven heldur, hvernig hann getur kýlt mann í magann og hausinn með klettastærðar mynsturflækjunum sínum, og haldið svo áfram og áfram og áfram. Skil samt alveg
af hverju ég fíla þetta stöff, skil bara ekki hvernig það var fattað upp og sett saman.




Kalli var gestkomandi hér í kommenti fyrir stuttu. Hann á Blýfót og Hofteig. Hann á áhugaverðan þráð á óháða Makka-"nörda"-spjallborðinu íslenska:

Óskiljanlegar hljómsveitir

Ég er búinn að vera að pæla í efni hans með aftari hluta höfuðsins. Einhvernveginn datt út úr mér skarplegt intróspektíft athugelsi, og það er alltaf gaman. Hef oftast ekki hugmynd um hvað mér finnst í alvörunni :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home