minns

en ekki þinns

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Rispur

Rispi risp. Rasp; Tek stundum skorpur í að hlusta á mitt eigið drasl. Það sést á minni eigin last.fm síðu. Þar er ég á milli Chet Baker og David Bowie í vinsældum :)

Eins og margir sem hafa þekkt mig í einhvern tíma ættu að vita er ég misvísandi blanda af hógværð og full-on Napóleonssyndrómi. Yeah! ég er svo sérstakur!!1 Oh, æji, ég er svo sérstakur. Smá hluti af mér skammast mín þannig fyrir naflahlustunina, en annar hluti af mér er totally að vera impressed af the awesomeness. Dood ferðu ekki að gefa út plötu like bráðum.

Aðallega er það þó forvitni sem drífur ólgandi intróskópíuna áfram, og skilgreingar- og skilningselement eitthvað. Langar að fatta hvað það var sem ég bjó til, en ef eitthvað má læra af sögunni um Yesterday-ið hans Pauls McCartneys, þá er það þannig að undirmeðvitundin er langtum betri að búa til tónlist en skilgreininga-framheilamekanisminn. "Óvartið" fína, sem er síðan ekkert svo "óvart". T.d. þá á ég það sameiginlegt með Togga - og ef ég man rétt, Lauginum líka - að heyra hljóð og laglínur sem færu vel ofan í þann lagpart sem er verið að vinna me á lúppu. Ofheyrnir sjáið þið til. Hver er að koma með þau hljóð?

Hver var að hugsa þessar hugsanir ef það var ekki ég?

Tjah! Gæti verið undirmeðvitundin. Hún er epísk og kímin.

Það merkilegasta við þetta ofheyrnarlag af hljóðum ofan á raunverulegu tónlistina er að þessi hljóð virka alltaf þrusuvel þegar þau eru dregin út úr hausnum og búin til í tölvunni.

Þetta gerist reyndar sjaldan, yfirleitt heyrir maður þetta fyrir sér eða hugsar sig áfram eina nótu í einu, eins og maður sér hluti fyrir sér. Mynd "inni í hausnum" type of thing. En stundum er maður svo stálheppinn að ná að koma sér það djúpt inn í zónið að maður heyrir hljóðin eins og þau séu að koma utan að. Getur verið scary fyrst, sérstaklega fyrir menn sem eru með öflugt innra eftirlit að athuga hvort þeir séu ekki örugglega geðveikir :)

Þetta virkar samt bara svo vel að þetta hlýtur að vera OK, hvort sem það er algengt eða ekki.

Þetta, og fleiri púsl úr púslinu, valda því að maður hefur ekki minnstu hugmynd um hvað þetta er eiginlega sem maður var að búa til.

Maður reynir því að spyrja, en ég gafst fljótlega upp á því almennt því að mér fór alltaf að líða eins og þetta kæmi út eins og hrós-snap. Einstaka sinnum hef ég þó fengið svona ópersónulegt hróslaust skilgreiningarfeedback. Það fíddbakk sem ég hef fengið sem hefur verið nákvæmlega sú tegund sem ég sá fyrir mér var frá listmenntuðum Baldri, mancrushinum mínu með sína carefully crumpled ógæfu og sinn fagra gárungs-gleðitón.

Hann hlustaði lauslega á Lebanon tjab og sagði "þetta er svona ... digital monsterið að öskra og spila á saxófón ..." og hélt svo áfram að gera eitthvað annað.

1 Comments:

Anonymous Kalli said...

Þú færð respect fyrir að búa til lag sem heitir Oxe Pyjt. Ég hef aldrei verið jafn nálægt því að upplifa sænskan hversdagsleika og þegar ég las nafnið á laginu.

12:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home