minns

en ekki þinns

föstudagur, nóvember 24, 2006

1 4 5 7

Geriði bara eins og þau segja.

Þau heita Bruce Haack og Esther Nelson. Þetta er af plötunni Way-Out Record for Children frá árinu 1968. Hún er meira&minna öll svona flott.

Maður finnur lítið um Esther. Hún var / er augljóslega síst minni snillingur en Bruce.

Why, miss Nelson?

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Krot



Tiltekt!, og ég finn í draslinu slatta af spássíuteikningum.

Þetta eru engar altaristöflur, en ég man alveg að ég pældi í hlutunum áður en ég teiknaði þá. Meira á flickr.

Svona gera Suður-Ameríkanar, ha?

A la manera sudamericana

Flott dót!

Gamall "svartur tangó" frá Argentínu. Einfalt en flókið. Kaflaskiptingarnar eru svo TÖFF!, þetta er svo vel spilað, og bjögunin er svo ótrúlega jömmí.

Achewood í gær, og Achewood í dag.

Það er hvernig hann segir það.

Raymond Schmuckles ER Borgar. (Þessi í leðurjakkanum.) Það er alveg merkilegt.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006



Hvaða mynd er þetta? Eftir hvern? Einhver!

mánudagur, nóvember 20, 2006

Helgi

Ég ætlaði að athuga hvort það kæmi einhver fyndinn í gluggann ef ég googlaði eftir myndum af "helgi".

Random link alert: androgyne whore, Marla og Helgi.

Sumir rússneskir gotharar hlusta á "Cradle of Filth", en allir rússneskir gotharar hlusta á Marilyn Manson.

Í kafaldsbylnum á leiðinni heim eftir laugardagskvöldið rann ég í snjónum og kramdi gleraugun á stúlku. Þau bötnuðu við það.

Drukkna mér finnst gaman að dansa í úlpunni. Helst með móðuna ennþá á gleraugunum, tók ég eftir.

Sykurmolatónleikarnir voru góðir, gaman, glaður. Ég er skotinn í Braga Ólafs og Margréti Örnólfs. Ég sé dyrabjölluna okkar fyrir mér:

Margrét Örnólfs
Bragi Ólafs
Kristleifur Daða


Aahh. Ding dong.

Ég kom í a.m.k. þrjár íbúðir um helgina. Fékk te, hellti upp á kaffi, hlustaði á tónlist. Dúaði löppunum á parketi, borðaði jólaköku og er að springa úr heimilistilfinningum. Abrlglrbarb, spring.

Bomm.

Nú eftir helgina er ég svo með harðsperrur eftir bílaýting og sleðadrátt. Trés winter.

:/

Maður verður ekki af vinnu ríkur. Þess utan endist ástin alltaf svo stutt, OG það er aldrei spurt hvort það sé OK að bæta vatni á steinana í fællessánunni.

Kvartandi finnakórinn, sem Halli fann á internetinu.