minns

en ekki þinns

laugardagur, september 30, 2006

Bannað

Enginn má gera svona fallegt fyrir vini sína. Það er of mikið.

It's ...

Hvernig á manni að líða? Hvað á maður að segja?

Kannski ætti maður bara að búa til meiri tónlist. Það gæti alveg verið sniðugt.

Þegar ég var að búa til tónlist, þá var ég að læra á nýtt forrit: Buzz, ókeypis tracker-forrit frá Finnlandi.

Tracker. Tracker.

Framtíðin er fuckingst komin, krakkar. Ég er framtíðardrengur: 50%/50% barn/vísindamaður. (50% töfrandi unaðsvél svo líka.) Ég nota rafknúnu reiknimaskínuna mína til að leika mér með hljóð í ósýnilegum vefstól. Vinur minn, 50%/50%/50% barn/hagfræðingur/forsetaefni, flaug yfir hafið til að herma eftir ljósinu í sinni kvantúm-fýsísku reiknimaskínu. Hann bjó til ímyndað grænt gler og lýsti ímynduðu ljósi á það. Nú býr hann niðri í bæ, drekkur gin og veit hvernig ljósið gerir. Alvöru civilized gentleman. Sci fi sjitt. Maður þarf aðeins að stoppa og pæla í þessu.

Allavega. Þegar ég var að læra á Buzz, þá var ég knúinn af forvitni. Ég prófaði þetta og fiktaði hitt, og það vildi svo heppilega til að það var hægt að gera SAVE og setja the fruits of the fikt á geisladisk og spila það fyrir fólk. Svo hitti maður eitthvað meira fólk sem vildi endilega reyna að selja enn öðru fólki geisladiskinn, og jafnvel setja hljóðið á vínylplötu og selja það svo.

Ég var forvitinn um Buzz, og ég var forvitinn um ákveðin grundvallaratriði: Tímasetningar, lögun hljóða, bassagang og hreyfingu. Ég hugsaði oft um hljóð, kannski í strætó, eða í tíma í menntó. Svo fór ég heim og fiktaði skvt. pælingunum.

Svo var ég búinn að læra á Buzz, og búinn að fatta allskonar um þessi grundvallaratriði. Þá fór ég að pæla í öðru, stelpum t.d. og þannig, og rafmagnstækjasmíði. Þá gerist það að það er engin forvitni að knýja mig að búa til tónlist. Hugsanir mínar um tónlistarsmíði voru ekki hráar hugsanir um hljóð, heldur hugsanir um það að búa til tónlist, og ég var í rauinninni kominn einu lagi af meta of hátt til að það kæmi tónlist út úr þessu.

Reyndar lærði maður margt af því að hugsa á því plani, bara almennt um það að búa til allskonar og hvernig maður vill lifa lífinu. Pældi líka mikið í fyrirbærinu gagnrýni. Furðulegt dót: hverju vill maður ná fram með gagnrýni? Til hvers er maður að gagnrýna tónlist vina sinna? Það er alveg hægt að vinna ýmislegt með því, en maður þarf alveg að hafa plan. Stóra planið. En, meira um gagnrýni seinna.

Nú er ég farinn að spá í það hvernig maður getur forritað hljóð. Hvernig býr maður til doi-oi-oing hljóð? Hvað er doioioing? Hefur maður einn sveiflugjafa, og hefur fall sem stjórnar bæði styrk hljóðsins og öðru bylgjufalli sem stjórnar sveiflutíðni hljóðsins, og skýtur stjórnfallinu hátt upp og lætur það svo lækka hægt og rólega? Notar maður 1/sin(x)?

Hvað gerist ef maður býr til hundrað milljón litla smelli og lætur þá skella á risastórri málmplötu? Hvað gerist ef maður gerir það handahófskennt? Þá ætti maður að fá málmkennt ský af suði. Hvað gerist svo ef maður lætur smellina koma með ákveðnu millibili? Maður ætti að fá tón. Getur maður gert hljóma með mörgum mismunandi plötum? Hvað gerist ef platan stækkar og minnkar? - sem er eitthvað sem er held ég bara hægt að gera í tölvu. Hvað gerist ef maður lætur svo risastóra smelli skella á risastórri plötu lengra í burtu? Koma þá bassanótur? Er hægt að láta tölvuna teikna teiknimynd af þessu líka?

Svona pælingar eru að bubbla upp hjá mér núna, meira og meira.

Svo þarf auðvitað að vera gaman að hlusta á þetta líka. Það er dæmi sem er bæði hávísindalegt og líka mjög mikið byggt á innsæi. Steikarhljóðið þarf alveg að gera eitthvað sem lætur manni líða einhvernveginn.

Hér er eldri færsla um Pure Data kennsluefni. Svo er ChucK líka mjög spenanndi.

ChucK er hljóðforritunarmál frá Princeton. Maður skrifar eitthvað drasl í UNIXið sitt og þá koma allskonar grilluð hljóð út. ChucK er eina málið sem ég veit um sem ber einhverja virðingu fyrir tíma. Það er allt fullt af klukkum. Forritunarmál með innbyggðu reverbi?! Það er mad, I tells ya!

Aftur að efni færslunnar. Halli!

Haallliiiii!

Halli! Takk!

þriðjudagur, september 26, 2006

Call and response


Lunval staci
Originally uploaded by krilli.
Þessi yndislegi maður birtist mér í síma í gær.

Ég sendi honum svar.

sunnudagur, september 24, 2006

Ástþór owned by DiYARBAKIR HOLY TEAM