minns

en ekki þinns

laugardagur, maí 27, 2006

Letrið Georgia er farið að fara í taugarnar á mér.

Það er einfalt og áferðarfallegt serifletur, en eftir að hafa horft á það í lengri tíma fer koma í ljós að það er hátíðlegt, tilgerðarlegt og væmið undir niðri.

föstudagur, maí 26, 2006

WTF
Kannast maður ekki við þetta sem hann Aphex Twin er að spila þarna ca. á fertugustuogsjöttu mínútu á tónleikunum sínum?

Jú! Hann sagði rufige! 46:40!

Mér brá og fékk þjóðlega gæsahúð fyrst þegar ég spólaði inn í þennan kafla.

Fólkið tryllist og klappar og öskrar. Klapp fyrir Aphex! Þetta er besta lagið sem hann hefur ekki samið í 12 ár :)

Fyrir nokkru síðan keypti ég Grado SR-325 heyrnartól. Búðarmaðurinn kvað hljóminn myndu mýkjast upp með notkun, og það var alveg rétt hjá honum. Nú tæpum tveimur árum síðar eru þau bara að verða feitari og feitari.

Í hvert skipti sem þau eru tengd við góðan, öflugan magnara og eitthvað með frekar þéttum botni spilað nokkuð hátt, hljóma þau áberandi betur daginn eftir. Vangefið stöff.

Ég er núna að klára að brjóta þau örfáu bifhár sem eru eftir í eyrunum á mér. Fab Four Suture með Stereolab er mjög flott plata.

miðvikudagur, maí 24, 2006

Vá, fínn gaur.

Bu buu!

sunnudagur, maí 21, 2006

Google Reverb