Mismunandi hlutir gerast fyrir mismunandi fólk.
Margt í því, en tvennt merkilegt:
Annað er að þegar menn ferðast um litla heiminn sinn sjáum við allt of oft bara það sem við erum tilbúin að þekkja. Við vinnum úr heiminum með tengimaskínu. Hafi maður ekkert til að tengja í er ansi margt bara actually ósýnilegt. Þetta skellur á himnum okkar, keilum og stöfum, en fer svo bara beint í /dev/null.
Hitt er að vísindamennirnir eru búnir að finna einn af mekanismunum í heilanum sem lætur okkur líða eins og fólkinu í kring um okkur. Einn spes kjötbiti til bara þess. Kóðuð fjarskipti. Manneskjan hefur tilfinningar, tilfinningarnar búa
víða. Af öllum þeim stöðum, þessa heims og annars, er einn sá minnst merkilegi líklega taugakerfið. (Þetta segi ég vitandi smávegis um hvernig það smíðast og hvernig það virkar. Ég ber djúpa og forna virðingu fyrir taugakerfinu.)
Tilfinningarnar eru tengdar í taugakerfið, og taugakerfið tengt í líkamann. Musterið mar, musterið. Musterið hreyfist!
Munstrið er sjáanlegt hverjum sem er. Aðrar taugar í öðru fólki taka það og vinna það og sprauta því inn í heilann á viðtakandanum.
Kóðuð fjarskipti.
Maður ræður sjálfur eigin viðbrögðum við útsendingunni, en það er ekkert hægt að segja pass og vera ekki memm í þeim, sem er dálítið merkilegt. Það er eitthvað rosalegt við þau kerfi í mönnum og dýrum sem er ekki hægt að slökkva á. Ég var bara að kveikja á litlu, visnu perunni minni rétt áðan: Að tilfinningasamskiptum er forgangsraðað
eins og fríkins öndun og hjartslætti.
Holy fokking crap. Það er in
tense.
Þannig að! Þegar ég fer út tekur fólk á sig mína eigin mynd, af því ég geislaði henni inn í það. Ég breytist í þau, takk sömuleiðis. Vinka og veifa.
Á hvernig stað býr þá einhver sem er alltaf hellaður á því? Það eru allir undnir og
people are strange. Yggldar brúnir og snubbótt svör.
Hvað sér hinn káti í vatninu?
Nú, tóma sælu auðvitað. Smælaðu framaníann.
Þetta er ekki einu sinni sama fólkið í hans heimi, þó það sé búið til úr sama holdinu og beri sömu nöfn. Badmintonreglur meika ekkert sens á bocciavellinum, það er þá ekki nema furða að fólk hafi mismunandi skoðanir á fólki og samskiptum.
Nú er vandinn sá að ég ætla að leyfa mér þann munað að trúa á þriðja hlutinn. Í kjölfarið á því átta ég mig á því hvað orðið
tilviljun er fallegt.