minns

en ekki þinns

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Bannað

Öllum er hér með bannað að kaupa sér hljómflutningstæki.

Heyrði í hátölurum eins og ég talaði um um daginn í dag. Mjög mjög fínt! Risa sánd, alvöru græjubúðarhljóð, og það þó ég held að þeir hafi ekki verið staðsettir 100% eins og mælt er með. 5000 kall stykkið.

Magnara hef líka eitthvað tjáð mig um.

Svo: ÞAÐ Á EKKI AÐ NOTA NEITT ANNAÐ en A) hornhátalara eða kvartbylgjulúðra og B) Tripath magnara. Helst heimasmíðaða, alltaf ódýra. Annað svarar ekki kostnaði, og það tekur því ekki að eltast við það. Hlustanaheimsóknir til mín hefjast vonandi í seinni part september. Er ekki vanur að alhæfa og banna hluti, þið vitið hvernig ég er alltaf upptekinn af öllum 100 milljón hliðunum á málum, en þetta er bara of allt of gott dót.

5 Comments:

Anonymous kristur said...

Ok, ég ætla að fá eitt sett.
Legg inná þig á mánudaginn.

11:04 f.h.  
Blogger krilli said...

Nó prob, án djóx :|

11:45 f.h.  
Anonymous Kalli said...

Brilliant! Langar í svona en þar sem ég er með a.m.k. 10 þumalputta tel ég mig heppinn að eiga prýðilega hátalara fyrir.

3:49 e.h.  
Anonymous Lunval said...

Darkhammer Audio
New & improved with fluid resonance meters?

7:30 e.h.  
Blogger krilli said...

Selt!

10:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home