Það er fróðlegt að jafna saman hinum enska Nick drake og hinum norska Burzum.
minns
en ekki þinns
föstudagur, júlí 14, 2006
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Pippi Långstrumpur
Stundum tala ég sænsku, og ég hef aldrei almennilega vitað af hverju. En í gær held ég að ég hafi fattað hver sænskukennarinn minn var. Í alvörunni!
Hvort var það samt Lína Langsokkur, eina ofurhetjan sem þarf ekki að klæða minnimáttarkenndina af sér með litríku stretsefni, eða Inger Nilsson? Lína verður alltaf hress og brútal og 9-12 ára, en Inger Nilsson náði leikferlinum aldrei á strik og er 47 ára ritari.
OK Lína er töff og Inger er með hrukkur núna, en ég held að Inger teljist alltaf meira bad-ass: fyrir að hafa í alvörunni getað leikið Línu Langsokk eins svakalega og hún gerði. Wikipedia kemur leiksigrinum sæmilega í orð: "Inger Nilsson gave a confident oddball performance that was uncommonly consistent and eccentric for a child actor."
Insane leiksigur. Alvöru leiksigur!
Meiri leiksigur en þessi smákóngahlutverk sem 165cm Hollywoodnaggarnir eru sífellt að pressa gullstyttur hver handa öðrum fyrir. Það er svo fyndið. Þeir taka einhverja voða týpu og leika hana í klessu, en það sem þeir eru yfirleitt að tjá undir öllu saman er knýjandi þörf nær-dvergsins fyrir að vera tekinn alvarlega og álitinn mikill.
Einelti er svakalegt stöff, krakkar.
miðvikudagur, júlí 12, 2006
Hummus, taka 2
Í síðustu viku bjó ég til hummus. Baunirnar voru úr dós, og ég notaði hráan hvítlauk. Það er mjög auðvelt að búa til hummus, en þetta varð dáldið öflugur hvítlauksfílingur.
Núna er ég búinn að leggja 500g af kjúklingabaunum í bleyti og sjóða þær, og er að rista heilan hvítlauk! Það er að koma some Serious Goodsmell úr ofninum núna. Djöfull verður þetta gott.
Annars eru 500g af þurrkuðum kjúklingabaunum helvíti mikið. Þetta er einn og hálfur líter af soðnum baunum :) Það eru ca. 3 uppskriftir, miðað við stærri uppskriftirnar sem ég hef fundið á netinu.
þriðjudagur, júlí 11, 2006
Út að hjóla áðan! Út Vesturvang, niður Sævang, þar var regnskin í sumarlandi. Niður að sjó, í 24. gír og út að brekkunni sem liggur aftur upp að hverfinu mínu.
Mæði og más! Stuttur túr, en ég er í lélegu formi.
Settist niður rauður og sveittur með hjartslátt í maganum, kaffi-og-slímbragð í munninum. Svo allt í einu fimm mínútum síðar þá rankar visinn heiladingullinn við sér og slefar út smá endorfíni! Aahhhhhh ...
Djöfull gott. Aftur á morgun!