minns

en ekki þinns

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Þetta komment fann ég í nýlegum kóða e. mig:

// ? will it hurt ?

Jamm. Það sem skiptir mestu máli er að vitahvort þetta verði sárt.

mánudagur, apríl 24, 2006

Þessir póstar meika illa sens þegar þeir raðast svona afturábak. Mikið væri nú gott ef vísindamennirnir okkar færu að drífa sig dáldið að leysa blogg-pósta tíma-röðunar-þverstæðuna.

... en svona líta bókstafir út, skilgreini maður útlínur þeirra með sveigjum Béziers:

Ef þið sjáið það ekki út úr myndunum, þá eru skilaboðin þessi:
Ég er purty klár.

Ætli kruðeríið endi ekki svona:

hæhæ komið öll í giftingu!!1

Rithöndin hennar ömmuReyndar er hún að vanda sig þarna og líka að nota sérstakan fagurpenna, en eini munurinn er samt eiginlega bara línuþykktin. Hún lætur varla frá sér ritaðan staf án þess að hann sé fallegur. Þegar hún er ekki í stuði detta þeir í versta falli niður í að vera
áhugaverðir.

Það er áhugavert að sálgreina þetta: Hún er augljóslega alltaf að vanda skriftina, en samt henni mjög eðlilegt að skrifa svona. Þetta er eiginlega ekki mitt á milli þessara póla, heldur á þeim báðum í einu.

Ég er að hanna boðskort í giftingu frábærs frænda míns og hans eðalfínu unnustu, og er að teikna með vektorum ofan í bókstafi frá Ömmu Stínu, og það verður að segjast að þetta er helvíti gaman.

Bæði að fá vektorana til að hegða sér, að finna hvenær maður á að fylgja upprunalegu teikningunni og hvenær maður á að "laga" línuna.

Það er merkilegt hvað heilinn er stærðfræðilegur: Ef maður getur teiknað sveigju eða beygju með tveimur beygjupunktum (bezierum), þá verður hún fallegri en ef maður teiknar hana með þremur. Hvernig fattar fegurðarskynið muninn á tveimur bezierpunktum og þremur?! Veit ekki, en það gerir það samt.

Svo er gestaþrautarvinkillinn við þetta skemmtilegur: Hvað "kostar" það marga punkta að teikna ytri bogann í G-inu? Kostar það jafnmarga að teikna innri bogann? Svo þarf maður að súmma út og skoða hvort þetta sé hætt að vera fallegt G -- og hvers vegna þá ekki, ef málið er orðið svo.

Vektoratólin í Illustrator eru annars hreinasta helvítis móðgun! Andskotans drasl. Það er svekkjandi hvað fólkið hjá Adobe er búið að missa sans og áhuga, þetta er allt orðið svo klossað og óþægilegt ... með sjálfvirkum dropshadow fídus. Bjakk.

Ég hef lært dálítið af stærðfræðinni á bak við vektorateikningar / tölvugrafík, og þá sést berlega að þeir sem smíðuðu Illustrator eins og hann er í dag skilja stærðfræðina sæmilega, en hafa hvorki vit til né áhuga á að brjóta hana undir sig til að smíða úr henni verkfæri sem er GOTT AÐ NOTA. Helvítis nördar!

Eflaust er líka svæsin markaðsfræðingasýking í svampvef Adobefyrirtækisins.

Það er bjart úti og vorið er komið og ég er farinn yfir í Freehand að munda hið yndislega Bezigonverkfæri. Mmm!

Vá hvað þetta er flott dót.

Hún smíðar þetta - þetta er ekki heimasíða safnara.

Tatjana skellti saman dulmálsvél sem er svipuð og Enigma styrjaldartólin, nema í smá flippi bætti hún nokkrum auka fídusum við.Wikipedia segir:
This unusual device is inspired by Enigma, but makes use of 40-point rotors, allowing letters, numbers and some punctuation; each rotor contains 509 parts.

Ath., sko: þetta er DULMÁLSVÉL. Það er rosalegt. Dulmálsvélar eru búnar til úr hertum málmi og stærðfræði.