minns

en ekki þinns

föstudagur, maí 28, 2004

Kennslustund í sjarmeringu

Ég veit ekki hversu mikið ég má gefa upp hér, en ég var að tala við eldri dömu í símann sem var forvitin um villuboð sem hún hafði fengið í tölvunni sinni. Hún var ótrúlega sjarmerandi, jákvæð, glöð, hress, hrósaði deildinni minni í tvígang fyrir góða þjónustu og sagði litla brandara.

Áhrifin sem hún hafði á mig eru stórmerkileg: ég sit hérna mildur á svip og hugsa um hve hún var indæl og sniðug - svona á að hösla fólk.

Ég geri nú ekki ráð fyrir að ég hringi í hana til baka og bjóði sjálfum mér í kaffi hjá henni, en þetta símtal sýndi mér ýmislegt um hvernig áhrif fólk hefur á annað fólk.