minns

en ekki þinns

laugardagur, júní 07, 2008

skemmt reiðhjól [gestablogg]

Á fimmtudaginn skildi sonur minn reiðhjólið sitt eftir á planinu við hlið Skálans, læst við grindverkið utan um tréð við hornið á Kristjánshúsi. Í dag fór hann að sækja hjólið og komst að því að það hefur verið skemmt. Einna helst lítur út fyrir að einhver hafi keyrt á það en m.a. er lásinn brotinn og hnakkurinn ónýtur.

Það væri fallegt af þeim sem gerði þetta að hafa samband, annaðhvort við mig eða eiganda hjólsins sem er með símann 6960136. Ef einhver veit eitthvað um málið værum við líka þakklát fyrir upplýsingar.

Bestu kveðjur,

Þórdís

föstudagur, júní 06, 2008

Heimabakstur

Hérna rétt fyrir neðan er mynd af einu fallegasta hjóli sem ég hef séð, handgræjuðu Ducati Multistrada. Þetta hérna:



Var að finna meira info - Hér er upprunalegi forúmpósturinn, beint frá öðrum gæjanum sem smíðaði hjólið.

Google Translate þýðing hér: http://translate.google.com/translate?u=http%3A%2F%2Ffreeforumzone.leonardo.it%2Fdiscussione.aspx%3Fidd%3D6981172&hl=en&ie=UTF8&sl=auto&tl=en

Man, ég fæ ítrekað gæsahúð þegar ég skoða þennan þráð.

T.d. stefnuljósin að aftan:

Sé ekki betur en að þetta sé handsmíðuð pípa með LED ljósi aftast, og vír lagður fram í boddí, inní subframe rörinu sem liggur undir sætinu. Lúmskt!

Hér er afi gamli sem á verkstæðið:


Vá hvað ég er farinn til Ítalíu. Það er sami hressleikinn og framkvæmdatryllingurinn og hérna á skerinu, nema að menn þarna vita að babyblár er TÖFF.

fimmtudagur, júní 05, 2008

C*O

CKO

miðvikudagur, júní 04, 2008

Great Minds