minns

en ekki þinns

fimmtudagur, janúar 26, 2006

i.
Kunningi minn hefur manngert líkamlegt einkenni. Félagslegir kraftar valda því að ég mun aldrei vita hvers vegna hann ber það.

ii.
Áður en ég fer í háttinn í kvöld mun ég stilla lýsinguna í húsinu þannig að annar sambýlinga minna hafi ljós til að athafna sig þegar hann kemur heim af badmintonæfingu, og að hinn hafi myrkur til að sofa í.