minns

en ekki þinns

föstudagur, maí 04, 2007

Hérna, á no condition is permanent, safnar maður plötum saman, skrifar um þær og leyfir manni að sækja þær.

Virðist vera mestan part seventís, allt afríkutónlist eða skylt - kongófönk og smávegis döbb í bland. Allt hreint virkilega, virkilega fínt.

Á Gasper Lawal plötunum tveimur í nýjustu færslunni er lagið Kita-Kita vel til þess fallið að byrja á.

Platan Joy of Salvation með hinni Fáránlega Kúlnefndu Chief Commander Ebenezer Obey & His Inter-Reformers Band er falleg öll í gegn. Hundlangt kongófönk, 18 mínútur lagið, en fallegt allan tímann.

Tröst mí. Ég er að átta mig á því að afrígumúsíg er Allt Allt öðruvísi en ég hefði getað ímyndað mér, og í henni er margt sem ég hef leitað að lengi í allskonar tónlist grunandi að það væri kannski til.

Stereolab og Can, t.d., en þetta er eiginlega betra stöff, verð ég að segja. Go go!

Vel ritfær náungi, þar að auki:

It seems that most new planets, especially those recent add-ons within our ever-expanding solar system, are discovered by more and less the same process. As I've been told, astronomers figure out where a planet ought to be and proceed to case the neighborhood with enhanced scrutiny. Often as not, these guys get lucky by informed means and something turns up.

By rights, then, it should have made sense that I'd gravitate to Haitian music.

...

It saddens me, that there won't be any more records by Coupé Cloué; I wish there were more like him. Other Haitian bands like Boukman Eksperyans and Tabou Combo and RAM more recently have made inroads with international audiences; while they're each one fine in their own right, they all seem more than a bit polite. None possess the rootsy, lo-fi raunch of Gesner and his ensemble of horn-dogs. Someone once described Neil Young's Crazy Horse as being the antithesis of slick, looking like a band made up of car thieves. To judge by the picaresque verve evident in every note of their music, Coupé Cloué et L'Ensemble Select played like a band of car thieves.


Hah!

coupé cloué - sociss

þriðjudagur, maí 01, 2007

Fólk heldur alltaf alltaf að ég sé í listaháskólanum

Eftir nokkur slagsmál og rifrildi tókst að hafa upp á síðunni með æ þúveist fólkinu sem er allt eins.

Inni á baði um daginn hugsaði ég:
Vá hvað orðið uniform er merkilegt. Uni form / eitt mót / já vá fallegt / allt fólkið er eins utan á af því það er það sama inni í því / eða það er allt partur af einhverju stærrra / vá en rosalegt og fínt

Verst að við eigum ekkert á íslensku sem er eins


búmm jú víst, mér brá þegar ég fattaði að við eigum svoleiðis:

EINKENNI

Hvernig kemur maður orðinu einkenni fyrir í texta þannig að það sé ljóst hvað það er fornt, oog tjah rosalegt?

Ein motherfucking kenni.

Gorgeous þessi skrýtnu hvorugkynsorð sem eru hálfpartinn dottin úr tísku. Kenni og hnoða. Réttu mér hnoðað. Mest spúki kynmyndun orða sem ég þekki.

OK mörg MÖRG falleg orð til, og það besta við þau IMO er að það er einhver löngu búinn að pæla í öllum þessum fallegu hlutum. Orð eins og einkenni og einsmóta væru ekki til nema fyrir það að það var til fólk MUN klárara en ég sem pældi í þessu öllusaman fyrir löngulöngu.

Held það sé alveg hægt að gera ráð fyrir því að orðsmiðirnir sem settu saman ein-kennis-búningur hafi alveg vitað af því sem er verið að segja á exactitudes. Heimspekimajonesinu öllusaman.

mánudagur, apríl 30, 2007

Hey spekingar, hvaða Lúúnix hex editor á ég að nota á 2.1GB fælinn minn?

ghex og khexedit virka báðir illa

sunnudagur, apríl 29, 2007

Minns er þeirra

Síðasta færsla? Sko, mamma er fatahönnuður. Inn við beinið. (Hún hefur helgað sér öðru, svona hversdags, en maður er alltaf sem maður er.) Þegar ég byrja að muna eftir mér er mamma að læra fatahönnun í Danmörku.

Hvernig klæði ég mig? Eða sko, hvernig hugsa ég um föt? Takk mamma.

Pabbi er á sama hátt keramiker. Eða leirkerasmiður. Eða bara gaddem snillingur, hvítu bollarnir sem hann gerði eru fallegustu hlutir í heimi. Ég veit ekki hvort ég hef sagt það upphátt við hann, og ég veit ekki hvort ég gæti gert það þannig að hann skildi. Hvert einasta skipti sem ég tek einn af bollunum út úr skápnum - og ég fæ mér undantekningalítið kaffi í hvítan bolla eftir pabba - þá hugsa ég Dísus djöfull er þetta fallegt.

Ég hélt alltaf að ég hefði lært hógværðina af mömmu, meira. Fyndin taugaveikluð útgáfa af speak softly and carry a big stick, sprengd hæfileikum og epík eins og Kobekjöt. Allavega þegar vel tekst.

Bollarnir hans pabba? Var að fatta þá: þeir eru FUCKING ROSALEGIR en þykjast vera litlir hvítir bollar. Handrenndir, gætu verið beinir og reglustikaðir en hann renndi fingramörk í þá. En málið er að þau eru óaðfinnanleg. Hah, auðvitað. Svo er næstumþví næstum næstum glær glerungur yfir þeim næstumþví næstum öllum - og glerungurinn er næstumþví næstum ekki FOKKING TÚRKÍSLITAÐUR

ahhhffff rosalegur gauuur

pabbipabbi

Jam, svo er öll fjölskyldan meira og minna rosaleg. Ég er hægt og rólega að kasta af mér spelkum gipsi andans og er að byrja að sjá fólkið mitt. Fah, flott lið.

og pointið: TAKK FYRIR mig

Æjiih

Maður mér kær og innblásandi sagði "Þessi síða gæti alveg eins heitið Fashion Ideas for Krilli dotkomm."

Mamma, kíktu, ógeð fínt stöff.

Þú sem ég máta kjóla á í hausnum, kíktu líka. Ógeð fínt stöff.

Buhu fallegt, buhu mig langar, buhu takk