minns

en ekki þinns

fimmtudagur, október 30, 2008

Efnahagsstjórn á Íslandi

Hugsum um eitt -

Hvernig hefði efnahagsstjórninni getað verið verr komið á Íslandi?

Ég get hreinlega ekki ímyndað mér hvernig hefði verið hægt að standa að málum til að ástandið væri verra en það er núna.

Ekki það að það komi neitt hræðilega illa við mig sjálfan ... Skiptir engu:

Hvernig hefði efnahags- og fjármálastjórn og -eftirlit getað verið verr skipulagt, planað og framkvæmt?

Hryðjuverkavinkillinn er áhugaverður. Hvað kostuðu gjörðir Breta okkur? Hvað mörgum milljörðum, í samanburði, tókst "skipstjórunum" sjálfum okkar að klúðra út í veður og vind? Með fikti, glannaskap og sinnuleysi.

þriðjudagur, október 28, 2008

Jæja, kryfjum skepnuna

http://visir.is/article/20081028/FRETTIR01/823591256

Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, segist ekki vera að íhuga að segja af sér sem seðlabankastjóri eins og farið hefur verið fram á í mótmælum að undanförnu.

Þegar Davíð var spurður um þetta á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann mótmælin hefðu verið heldur fámenn. Það væri sjálfsagt farið að grána og guggna hjá honum úr því fleiri hefðu ekki mætt. Þá spurði hann fréttamann á móti hvort hann hefði íhugað að hætta í sínu starfi.

Afsagnarkrafan er vegna frammistöðu hans í starfi. Frammistaða mótmælendanna kemur afsögn ekkert við. Peningakerfi íslands er í rúst, seðlabankastjóri er settur til að bera ábyrgð á bestu mögulegu aðgerðum til að EFLA peningakerfið hvað þá forða því frá hruni. Þetta hefur algjörlega mistekist, og það er mjög mikill vafi að bestu mögulegu hugmyndir hafi verið framkvæmdar.

Blaðamannakommentið þykir mér barnalegur útursnúningur. Það er hlutverk ritstjóra blaðsins að reka blaðamanninn. Ef blaðamaðurinn hefði framið þvílík afglöp í starfi eins og Davíð, þá myndi hann eflaust íhuga að hætta í blaðamennsku.

Með hvaða rökum ver Davíð frammistöðu sína? Engum. Takið eftir því.

Þá sagði seðlabankastjóri að hann væri ekki í vafa um 18 prósenta stýrivextir væru erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu en afar þýðingarmikið væri að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf sem væri ein af grunnþörfunum til þess að kerfið virkaði.

Nú er Davíð orðin málpípa IMF. Vaxtahækkunarskilyrðið er eðlilegt, og allir vissu að IMF myndi þurfa að koma hingað. Þess vegna eru enn ein afglöp Davíðs að leyfa að vextirnir væru lækkaðir út í loftið um daginn. Hann segir einmitt sjálfur að " Afar þýðingarmikið væri að allir menn drægju vagninn í sömu átt [...] að með hækkun stýrivaxta væru minni líkur á áframhaldandi vantrausti á gjaldmiðilinn". Einmitt. Hvað var Seðlabankinn þá að framkalla með að lækka vextina stuttu áður? Minna traust á gjaldmiðilinn! Vel orðað hjá kappanum.

Þarf að hætta, klára að búta fréttina niður síðar.

mánudagur, október 27, 2008

185 x 16 x 20 cm

Image and video hosting by TinyPic

sunnudagur, október 26, 2008

electric stimulus to face -test3 ( Daito Manabe )