minns

en ekki þinns

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Ég sinnti skólanum í allan dag. Það virðist hafa einhvers konar vellíðan í för með sér. Eg gæti hugsað mér að endurtaka það. Verkefnið gekk vel þó forskriftin væri loðin, ég er líka heppinn með samstarfsaðila.

Á föstudag verður verkfræðingakeppnin haldin. Þeir eru að fara að starfa eitthvað með bolta skilst mér, svipað og síðustu skipti. Mér fannst ég loksins vera eitthvað í líkingu við fullorðinn, loksins kominn inn á æðri brautir mennta þegar ég áttaði mig á því að þetta væri skólinn minn.

Maður þarf að sjá þessa keppni. Ég held ég ætli að taka Borgar með mér. Ég er búinn að vera að venja hann við boðhátt svo það mun ganga vel.

Þetta er annars líka gott deitmauv. JNTCTFO - Just Need To Chill The F+ck Out, þá væri það rokk.