Efnahagsstjórn á Íslandi
Hugsum um eitt -
Hvernig hefði efnahagsstjórninni getað verið verr komið á Íslandi?
Ég get hreinlega ekki ímyndað mér hvernig hefði verið hægt að standa að málum til að ástandið væri verra en það er núna.
Ekki það að það komi neitt hræðilega illa við mig sjálfan ... Skiptir engu:
Hvernig hefði efnahags- og fjármálastjórn og -eftirlit getað verið verr skipulagt, planað og framkvæmt?
Hryðjuverkavinkillinn er áhugaverður. Hvað kostuðu gjörðir Breta okkur? Hvað mörgum milljörðum, í samanburði, tókst "skipstjórunum" sjálfum okkar að klúðra út í veður og vind? Með fikti, glannaskap og sinnuleysi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home