minns

en ekki þinns

mánudagur, júlí 03, 2006

Nálarnar hans Berndts Burghards


Þessir hátalarar kosta 10 þúsund kr. parið, ná niður í 50 riða bassa úr 8cm keilu, og eru heimasmíðaðir.

Ég ætla að herma eftir Sigurði PS á makkaspjallinu, og smíða mér par. (Sjá neðarlega í þræðinum.)

Í upprunalega þræðinum má finna verkteikninguna. Hún er fróðleg, þar sést hvernig hátalarinn er smíðaður eins og lúður til að magna upp hljóðið úr pínulítilli keilunni.

Átta MDF-plötur í hvorn hátalara, lím, skrúfur, snúrur og lakk. Eða veggfóður? Eða eitthvað annað fínt. Lakkað MDF getur verið helv. ljótt, held ég leggi eitthvað utan á þetta. Var jafnvel að spá í eitthvað cheesy viðarlúkk, lagt aðeins á ská.

Hvað segir fólk um hátalarana?

"considering size the Needle showed an astonishing volume paired with excellent clarity. [...] impressive three-dimensionality, excellent attention to detail and smooth tops [...] All in all, an ideal entry into DIY -- a bargain, easy to build and simply fascinating."

"[hljómurinn er] ótrúlega skemmtilegur. Þetta eru single driver keilur, þ.e. ein keil sem sér um allt tíðnisviðið. Miðtíðnin er sérstaklega fín. Lögunin á kassanum er hönnuð til að magna upp bassann og á hún að skila tíðni niður að 50 riðum. Það heyrist vel í bassanum, ótrúlega vel verð ég að segja miðað við stærðina á keilunni. Hún er bara 8 cm í þvermál!", segir Sigurður PS.

Par af þessum hátölurum + T-Amp á 2000kall == Asnalega ódýrt, og ótrúlega fínt.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull líst mér vel á þetta. Finnum einhverja snazzy viðartegund til að spónleggja á mdf-ið. Pabbi reyndar hættur með sitt verkstæði en hann þekkir fullt af köllum með spónarpressur ;)

B Sveins ;)

12:19 f.h.  
Blogger krilli said...

Í alvöru? Húrra!

Þú ert ráðinn, og það þó þú værir með 10 þumalfingur og engan spónapressukall :)

Merkilegt hvernig það er oftast einn úr vinahópnum sem skilur / diggar / rekkinæzar eitthvað af ekstrem hobbíunum, hinir segja yfirleitt bara já kúl ...

10:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home