minns

en ekki þinns

fimmtudagur, október 12, 2006

SOBBEGI

Bréf frá mömmu, birt í heild sinni:

Þórbergur syngjandi


Í morgun var fjallað um Þórberg á morgunvaktinni á rás 1.

Pistillinn byrjar á upptöku þar sem hann syngur braginn Ég er aumingi en endar á söng hans á Sóskukvæði.
Algerlega nauðsynlegt að hlusta á þetta. http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4275778/12

Inn á milli er upptaka af því þegar hann lýsti því af hverju hann settist ekki að við Grjótárvatn til að fylgjast með skrýmslum.

Ekki langt en nauðsynlegt.

-og nú heyri ég það sem ég heyrði ekki í morgun og beinir huganum að nauðsyn farandbóksölumanna

Þú átt að hlusta.


Þið líka!

miðvikudagur, október 11, 2006

Communications of the American Mathematical Society þessa mánaðar er um Turing.

The general and mathematical publics know Alan Turing as the pioneer computer scientist who conceived of the Turing machine, and as the brilliant cryptographer who broke the Enigma code. The tragic events at the end of his life are also widely known. In this special section, Notices authors consider Turing's mathematical accomplishments and legacy as well.


Heh, krúttilega orðað hjá ameríska nördafélaginu: eins og fólk almennt átti sig á því hvort það sé merkilegt að hann hafi fundið upp einhverja "Turing machine". Þessi gaur fattaði upp á nútímanum, ekki síður en Einstein gamli. Turing vann líka seinni heimsstyrjöld, ekki síður en vinur minn Oppenheimer. Fönní stöff.

þriðjudagur, október 10, 2006

Vá hvað ég er skotinn í Helen Mirren.

sunnudagur, október 08, 2006

Tune-up

Er heitasti potturinn í Vesturbæjarlaug 42-44 gráður eða 44-46?

Maður fer ofan í hann, og taugakerfið fríkar út, heitt! Then you do the lobster í smástund, og ferð upp úr og situr á bekknum. Það finnst taugakerfinu athyglisvert! Það japlar á lággildinu og stillir sig til. Svo fer maður aftur ofan í helvíti, og kerfið bregst öðruvísi við þá. Umbun! Gott. Hlýýýtt.

Ég er nokkuð viss um að þetta er lífs fokking nauðsynlegt á norðurhjara, ætli maður að skrönglast gegn um enn einn vetur. Maður er orðinn nógu gamall til að átta sig á því að maður er in for the duration, og það getur skelft. Það gefur sýsteminu áhugavert verkefni hamri maður svona á því, slái því til og frá og þenji það. Litlu taugarnar hamast, allt hrekkur í gang, og kerfið hefur einfaldlega ekki tíma til að vera að velta sér upp úr vetrarmæðunni eða þyngslaaukanum.

Finnar eru alveg með þetta. Sána og snjór. Drykkjan virðist eflaust góð hugmynd, en ég held þeir ættu að sleppa henni. Sánudótið er þó the real shit. Þeir væru steindauðir sánulausir, eða fullir af Zoloft og rækjust utan í hvern annan í flabby félagslegum blöðruham serótónínbindingar.

Svo verður maður örugglega alveg steinófrjór af því að sjóða punginn á sér í klessu. Á þessum hugsjónalausu hippatímum er það bara fínt. Það er nóg að vera með sýfilis. Þegar maður hefur raðað lífinu sínu upp seinna getur maður þó ekki maukað á sér okfrumurnar svona í kæruleysinu. Einangraðar SPEEDOskýlur.

meira IntelliJ

IntelliJ hefur gott af meira minni, eins og ég hef áður sagt.

Aðferðin úr gömlu færslunni virkar ekki á makka. Svona gerir maður:

Hægriklikkar á IntelliJ forritsæækonið og fer í Show Package Contents. Opnar Contents möppuna þar, og tekur afrit af Info.plist og opnar svo orginalinn. Þar fer maður í Root: Java: VMOptions, og breytir strengnum þar.

Þessu bætti ég við / breytti í mínum:
-Xms1024m -Xmx1024m-server -Dapple.awt.graphics.UseQuartz=true

Passa að rugla ekki of mikið, og halda inni því sem er fyrir.