minns

en ekki þinns

mánudagur, apríl 10, 2006

Mörg bestu samtökin hafa verið stofnuð í gríni, fyrst.

Frímúraradjókurinn hefur heldur betur undið upp á sig.

Um daginn frétti ég líka að Samtökin 78 hefðu verið stofnuð undir súð í Þingholtunum af tveimur félögum, þeim Sævari og Þórhannesi, sem þóttu með fyndnari mönnum í Menntaskólanum í Reykjavík á þeim tíma. 1978.

Ætli þeir hafi ekki verið skakkir að finna upp á einhverju sniðugu fyrir skólablaðið.

Öllu gamni fylgir þó einhver alvara, og nú eiga þeir félagar saman húsið - og súðina.

En að nútímanum: Séní eitt og undramaður úr skólanum stofnaði með mér samtökin CCA.

Class cutters anonymous.

Allt sem maður þarf til að gerast meðlimur í samtökunum er vilji til að mæta í tíma. Allt í gríni, auðvitað. Ho-ho.

Ég er samt nokkuð viss um að meðaleinkunnin og farsældarstuðullinn myndu hækka dálítið hjá okkur kumpÁnz, ef brandaranum yrði breytt í 99practical joke66.