minns

en ekki þinns

mánudagur, febrúar 13, 2006

Ég ætlaði að lýsa ánægju minni með IntellliJ IDEA 5.1 og nýja Quartz-teiknandi Javað frá Apple þegar ég sá fyrir mér vinalegar athugasemdir fólksins míns um að ég væri, jú, tölvunörd.

Eflaust vegna minnimáttarkenndarinnar sem þýtur um lág enni þeirra er þau líta klósigana sem umvefja minn hvíta bókvitsturn.

Til þeirra vitavarða sem ég þekki sendi ég þau boð að IntelliJ fær rosa pepp í buxurnar þegar það hefur stóra hrúgu.

Heap.

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Ekkert segir takk fyrir kaffið eins oft á sekúndu og tákreppt munnræpa.