Undur flugtaksbúnings
Jólafríið er bráðum. Ég ætla að taka til (alveg helling), undirbúa næstu önn og smíða hátalara.
Eruð þið, kæru vinir, á ferðinni í Evrópu eða Bandaríkjunum? Gætuð þið flutt hátalaraparta heim í ferðatöskum ykkar fyrir mig?
Það væri afsakaplega elskulegt. Flutningskostnaður með gamaldags skipi nemur u.þ.b. hátalaraverðinu :/
Dótið ætti meira að segja að komast í handfarangur: Tveir litlir pappakassar, um 10cm á kant, og líklega svipað kassaígildi af smáhlutum í poka. (Ef þið sjáið fram á mikið aukapláss í farangri vantar mig líka hátalaraparta í hljóðhimnusprengjandi terrorsystem handa Baldri :) )
Ahh, heimsókn til flippaða vinar ykkar að hlusta á rómantíska tilfinningatónlist í heimasmíðuðum hátölurum + besta te í heimi. Mmm!
9 Comments:
Þú veist ég er hérna! Að sjálfsögðu get ég vippað einhverju með heim um jólin. Kem þó ekki fyrr en 22 ef allt gengur að óskum.
gudny
Halló!
Ef Svíþjóð er nógu mikil Evrópa þá er ég hér og kem heim rétt eftir hádegi þann 21.
Það var gaman rekast á bloggið þitt hérna yfir vasahrökkbrauðinu og gautaborgarpóstinum.
Sjáumst - Sandra(@bjartur.is)
Takk guðný!
Halló hæ Sandra! Gaman að þú skyldir rekast hérna inn. Ertu bara nýbúin að finna blogval?
Guðný,
Þú veist þú þarft ekkert endilega að bíða eftir stóra deginum. Þú getur látið þetta eftir þér daglega.
:D
Elsku fáviti! (L)
Hmm, ekki fáviti. Dreg það til baka! Vona að það sé ljóst hvernig þetta var meint, en það bara virkar ekki rétt svartáhvítu.
Elsku ... asni :)
Já, þetta fór alveg framhjá mér...
En nú er ég skuggalega með á nótunum. Maður er alltaf með á nótunum þegar maður á að vera að gera eitthvað allt annað....
-Sandra
Sorry, ég hafði séð þessa síðu áður um daginn og dagsetningin hafði af einhverjum völdum setið í mér. Svo þegar ég sá þessi ummæli þá gat ég bara ekki setið á mér.
Biðst velvirðingar á því að vera með aðdróttanir og tala langt út fyrir gefna umræðu.
({)
(})!
Skrifa ummæli
<< Home