minns

en ekki þinns

mánudagur, nóvember 13, 2006

Undur flugtaksbúnings

Jólafríið er bráðum. Ég ætla að taka til (alveg helling), undirbúa næstu önn og smíða hátalara.

Eruð þið, kæru vinir, á ferðinni í Evrópu eða Bandaríkjunum? Gætuð þið flutt hátalaraparta heim í ferðatöskum ykkar fyrir mig?

Það væri afsakaplega elskulegt. Flutningskostnaður með gamaldags skipi nemur u.þ.b. hátalaraverðinu :/

Dótið ætti meira að segja að komast í handfarangur: Tveir litlir pappakassar, um 10cm á kant, og líklega svipað kassaígildi af smáhlutum í poka. (Ef þið sjáið fram á mikið aukapláss í farangri vantar mig líka hátalaraparta í hljóðhimnusprengjandi terrorsystem handa Baldri :) )

Ahh, heimsókn til flippaða vinar ykkar að hlusta á rómantíska tilfinningatónlist í heimasmíðuðum hátölurum + besta te í heimi. Mmm!

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú veist ég er hérna! Að sjálfsögðu get ég vippað einhverju með heim um jólin. Kem þó ekki fyrr en 22 ef allt gengur að óskum.
gudny

9:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Halló!
Ef Svíþjóð er nógu mikil Evrópa þá er ég hér og kem heim rétt eftir hádegi þann 21.
Það var gaman rekast á bloggið þitt hérna yfir vasahrökkbrauðinu og gautaborgarpóstinum.
Sjáumst - Sandra(@bjartur.is)

9:35 f.h.  
Blogger krilli said...

Takk guðný!

Halló hæ Sandra! Gaman að þú skyldir rekast hérna inn. Ertu bara nýbúin að finna blogval?

10:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Guðný,

Þú veist þú þarft ekkert endilega að bíða eftir stóra deginum. Þú getur látið þetta eftir þér daglega.

11:11 e.h.  
Blogger krilli said...

:D

Elsku fáviti! (L)

11:39 e.h.  
Blogger krilli said...

Hmm, ekki fáviti. Dreg það til baka! Vona að það sé ljóst hvernig þetta var meint, en það bara virkar ekki rétt svartáhvítu.

Elsku ... asni :)

12:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, þetta fór alveg framhjá mér...
En nú er ég skuggalega með á nótunum. Maður er alltaf með á nótunum þegar maður á að vera að gera eitthvað allt annað....
-Sandra

8:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sorry, ég hafði séð þessa síðu áður um daginn og dagsetningin hafði af einhverjum völdum setið í mér. Svo þegar ég sá þessi ummæli þá gat ég bara ekki setið á mér.

Biðst velvirðingar á því að vera með aðdróttanir og tala langt út fyrir gefna umræðu.

({)

9:47 f.h.  
Blogger krilli said...

(})!

4:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home