Konfekt er skemmtilegur. Dótið á last.fm síðunni er frekar basic þýskt rafdrasl, en ég heyrði eitthvað stöff heima hjá Jónasi í ca. eina mínútu, og er búinn að vera með það á heilanum síðan á laugardaginn. Spikaður og wobbly bassagangur, frekar týpískt, en svo spilaði hann lag-sem-maður-kannast-við á einhvern undarlega showbiz hátt á einhvers konar trékubba. Beint ofan í Mauriziodöbbið. Geðveikt fínt!
Mig vantar eitthvað flókið ambient núna. Sumt ambient sem er flókið er líka að puða við að vera arty og erfitt, en sumt ambient sem er ekki erfitt er samt ekki nógu flókið. Biosphere er áferðarfallegur, en mér þykir hann orðinn helst til mikil kisa.
Six organs of admittance kemst eiginlega hvað næst því að vera þetta eitthvað-sem-mig-langar-í. Passar ekki undir "ambient" genre-nïchê-ið samt, en það er eiginlega bara betra.
Flóknar ambienttillögur hér að neðan THX
6 Comments:
Ben Chasny er guð! Alltaf sagt það, bara trúir mér enginn.
Ég skal hlusta næst, deff.
Búinn að eiga Six organs einhversstaðar síðan í febrúar, en hlustaði í fyrsta skipti bara núna. Silly! Hefði getað verið búinn að hlusta á hann helling.
Samt fínt að eiga hann inni, vantaði þetta alveg núna.
Bola - með plötuna Gnayse er kannski eitthvað í þessa áttina(kannski helst til mikið IDM en ég fæ samt blauta drauma með þessu í undirleik), síðan er líka platan e luxo so með Labradford eitthvað til að gleyma stað og stund yfir, svona hálfpartinn indie-turned ambient eða öfugt, sumir mæla frekar með plötunni mi media naranja (en þeir eru FÁVitar)- þetta er samt kannski soldið mikið próduserað fyrir þinn smekkj (joðið er EKKI typo þó það sé við hliðina á ká) getur bara tékkaðáðví.
Síðan ef þú kemst yfir pan sonic eða Polar Sequences þá er það alveg fínt líka - það er hann jens eða sen úr biosphere ásamt einhverjum norsara að performa live upp á fjallstindi nálægt Tromsö drasl sem þeir sömpluðu á leiðinni upp með kláfnum eða eitthvað solleiðis. allir í bláum ullar rúllukraga með heitt kakó.
Síðan reyndar mæli ég eindregið með The Cello Suites Vol.1, Nos.1, 2 & 3 flutt af Anner Bylsma - get kannski húkkað þig öpp með eitthvað af þessu (labradford og cello suites á ég á binary - polar sequences og pan sonic á ég á CD einhverstaðar).
og hana nú
ps. Ég les bloggið þitt
R0X R0X R0Xs
Tékkaðu á hinum rússnesku New Composers. Fyrir utan að gera hluti með sjálfum sér hafa þeir unnið með Brian Eno og Pete Namlook. Sama hvað þér finnst um þá tvo, þá eru New Composers skemmtilegir.
Pínu ambíent, pínu experimental, pínu soft, pínu fallegt, pínu jazz (!). Píanó, synthar, trommur, og geim-chordar.
Kannski ekki akkúrat það sem þú varst að biðja um, en æði engu að síður.
Mæli sérstaklega með plötunni "Smart". (Ég á flest-allt með þeim og get gefið þér bita, ef þú finnur það hvergi.)
Boyd Rice & Frank Tovey gáfu út plötuna 'Easy Listening for the Hard of Hearing' árið 1984, og hún er fín á sinn hátt.
Skrifa meira þegar ég man...
Skrifa ummæli
<< Home