minns

en ekki þinns

föstudagur, nóvember 03, 2006

Wikidi-wag, tziga-til eru fræ, YO dziggidi-wak

Öll blökkumúsík mætti vera svona fyrir mér. Hvað kallast þetta í dag? Hipphopp? 99Rapp66?

Ég hef talað við einhver ykkar um Plaid. (Þetta er Plaid þarna uppi.)

Merkilegt við þetta lag finnst mér að

ég er alveg sáttur við að það sé manneskja að jarma ofan í fínu tónlistina. Yfirleitt böggar það mig. Ég er svo delikat, næmur og sart - og það er einn undirliggjandi söngstíll í gangi í dag og það er að Tjá sig Voðalega Ýkt. Tilfinningarnar þurfa að Komast Út um Hátalarann. Thom Yorke er SEKUR. Þegar fólk gerir þetta í míkrófóninn fæ ég alltaf smá hroll. Minna er meira en nóg.

Thom: Bu hu, tré úr plasti
Ég: OK ég skil pointið en hættu að tosa í úlpuna mína gaur

Needy söngvarar? Hver fann upp á því?

Þarna í Plaid-laginu er rapparinn ekkert að trana sér til að byrja með, er frekar á ská og afslappaður. Nær að vera afslappaður þannig að ég kaupi það meiraðsegja: Ekki að rembast við að springa úr eigin kynþokka og álfelgum, eins og bræður hans og systur gera mörg.

Vá hvað ég er kröfuharður. Anyway.

Svo er hann feidaður út úr laginu og bjagaður á víxl. Hann rennur inn hjá mér, rétt undir radarnum. Þegar fólk er svona vart um sig eins og ég þá er bara skippað eða slökkt þegar fólk er að taka einhvern Leiklistarskóla-Hamlet dramó. Hver sagði að þetta sjálfhverfa söngpakk mætti laumast inn til mín falið í geisladisk og byrja svo að gusa kaffitilfinningunum sínum yfir mig? Fu!

Góður rappari sem sagt. Góðu Plaid.
Gaman líka að hafa "hipphoppið" undir "rappinu" svona teiknimyndalegt.

Svo er hérna Konfekt lagið sem ég talaði um í vikunni. Skemmtilegt eyrnanammi.

2 Comments:

Blogger krilli said...

Allt hitt Konfekt dótið virðist frekar boring btw. Pínu klunnalegt. Sjáum hvað hann gerir næst.

12:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jám, hiphoppið sem kom (og kannski kemur enn) frá Ninja Tune var líka mjög fínt tilað byrja með, því það var unnið útfrá allt öðrum forsendum.

Og Solesides dótið er margt skemmtilegt (Latyrx, Dj Shadow, Lateef the Truth Speaker o.s.frv.). Öðruvísi. Blackalicious eru partur af Solesides, en ekki endilega það sem ég er að benda á. Kannski er ég mest að benda á Lateef the Truth Speaker.

10:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home