minns

en ekki þinns

föstudagur, nóvember 03, 2006

Útvarpið

Ég heyrði af þessu í útvarpinu. Gamalt persneskt. Flott menning sem býr til eitthvað svona og kallar það "traditional", ha?

Langspil og kyrj er alveg sniðugt og cute, en sorry gæs. Persarnir eru ALVEG að taka okkur í bakaríið. Lopaklepraða fríkins bakaríið.

(Þetta er úr verkefni sellóboltans Yo-Yo Ma: Silk Road Project. Hann hringir í alla útlenskustu vini sína og fær þá í heimsókn. Þau spila saman eitthvað ancient og setja á disk.)

4 Comments:

Blogger krilli said...

OK flautan er alveg milt pirrandi. (Sjá færsluna um söngvarana hér að neðan. Hvað er málið með egóista með tilfinninga-sýniþörf og að blása í lúðra og flautur?!)

Plokkdraslið undir endann er samt alveg insane.

2:54 e.h.  
Anonymous halli said...

Þetta er vandamál við mikið af tradisjónal tónlist, að mínu mati. Of mikið um hávær og frek og skræk hljóðfæri. Kannski meira tengt austrinu, veit ekki.

Það er t.d. margt mjög mjög skemmtilegt í tyrkneskri tónlist (Mogollar, 3-Hürel og fleiri) sem er traditional, en líka dáldið fönkí.

Hey, einsog Bollywood. Sumt er mjög skemmtilegt, annað ristir ístað og splúndrar steðja.

Kannski er það sem er meira commercial og fyrir túrista það sem okkur líkar, og aðgengilegra? Svipað og kínverskur matur í hvítum löndum sem er alls ekkert bona fide kinverskur?

Humm.

10:27 e.h.  
Anonymous halli said...

Gleymdi að segja að þó það sé margt í tyrnkeskri tónlist sem er skemmtilegt og faunkí, þá verður það oft pirrandi til lengdar (eða styttar) einmitt vegna ákveðinna plokkhljóða eða þröngra lúðra.

10:28 e.h.  
Anonymous halli said...

Og, tyrnkeskri? Hvað er nú það?!

10:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home