minns

en ekki þinns

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Te

Lengi að vakna í dag, og lengi á leiðinni út.

Komst samt út á endanum og hjúkket að það tókst.

Ég var námsmannaklisjan holdi klædd - nema delúx útgáfan. Sótti bók upp í skóla og keypti grænt kort klæddur í snyrtileg en off föt. Gaman. (Það bar vel í veiði í hreinatauskörfunni í dag.)

Sat og hlustaði á eitthvað töff á Kaffi hljómalind með epísku nördagleraugun yfir andlitinu og vann. Drakk besta te í heimi, grænt te með jasmín og sítrónu plús hunang. Þetta er ekkert djók. Ég hélt að te væri eitthvað svona sem væri ekkert ÞAÐ gott á bragðið, en sem fullorðnir drykkju af því þeir eru búnir að fatta að mann svíður í góminn og verkjar í liðina af kóki, eða eitthvað þannig, en að gos væri í alvörunni best á bragðið.

Turns out að það er bara þannig að það er eiginlega miklu betra að klappa terunna í heilt ár og biðja hann svo fallega hvort maður megi fá nokkur lauf. Síðan sendir maður besta vin sinn að sækja jasmínlauf, og bestu vinkonu sína að sækja sítrónujurt til Nýjasjálands wherever.

Laufblöðin og jurtadótið allt setur maður saman í poka. Svo hellir maður vinalega heitu vatn á pokann og allar fínu olíurnar og flavóníðin og hvaðþettallt renna úr laufunum og enda í bollanum manns. Crazy!

Með hunangi? Fokk kók.

Fór svo í hommabaðhúsið í Vesturbæjarlaug með Jónasi. Sveittir í sánu. Fengum okkur pylsu í pylsustofunni þar hjá. Bílskúr og gróðurhús klesstu á hvort annað á gatnamótunum og svo hefur allt draslið verið fært upp á gangstétt og byrjað að selja pulsur í því.

Kallinn í pulsuskálanum er æði, og sannfærði okkur með brögðum um að fá bráðinn ost á pylsuna. Það var fínt, dáldið feitt en nice.

Maður kemur þarna inn í lágt-til-lofts, háir-stólar, lýsingin-úr-veit-ekki-átt gróðurhús. Þar á maður svo rosalega fínt og super refreshing íslenskt kaldhæðnis-en-vinalegt spjall um pylsur með osti. Gasalega jarðtengjandi. Ég fann áruna mína renna yfir afgreiðsluborðið og jarðtengjast í gegn um pulsupottinn. Sjónvarpsfréttir gengu undir öllu saman.

(Mæli með þessum stað, þegar það er orðið dimmt er eins og að fara yfir í Twilight Zón að koma þarna inn út af hlutföllunum á öllu þarna inni og lýsingunni.)

Fór aftur á Kaffi Hljómalind til að klára að vinna. Við Jónas sátum þar saman og þögðum, hann að skrifa mastersritgerð og ég að setja upp enn eitt dagatalið.

Holy shit ég var að fatta hvað það er táknrænt að a) ég skuli vera mesti slacker og tímasóari í heimi og b) ég vinni við það ár eftir ár að setja upp endalaus dagatöl. Ég er ekki til í alvörunni, það getur ekki verið. Þetta er viljandi og ég er persóna í bók. Eða að Guð er geggjaður brandarakall og grínari. Sem og hann er eflaust, og mikill snillingur, vá.

Það er smá eftir af sögunni en ég er skrifstopp eftir þetta fatt.

3 Comments:

Blogger Ededededed said...

Mmm...mmaeli med sencha green tea eda namm, earl grey cream. Rennur ljuflega nidur.

1:39 e.h.  
Blogger krilli said...

Teið á Kaffi Hljómó er eitthvað lífrænt lúxuste í vinalegum staukum. Sígaunate eða eitthvað svoleiðis. Sagdiyev yrði ánægður. Fokkingst gott! Te og kaffi og Kaffitár eru að selja alveg OK grænt te og þannig, en í tröllaukinni baráttu teveldanna eru sígaunarnir alveg að stela bikarnum.

2:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha, fyndið með dagatalið. Og skrýtið, já.

10:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home