minns

en ekki þinns

sunnudagur, október 08, 2006

Tune-up

Er heitasti potturinn í Vesturbæjarlaug 42-44 gráður eða 44-46?

Maður fer ofan í hann, og taugakerfið fríkar út, heitt! Then you do the lobster í smástund, og ferð upp úr og situr á bekknum. Það finnst taugakerfinu athyglisvert! Það japlar á lággildinu og stillir sig til. Svo fer maður aftur ofan í helvíti, og kerfið bregst öðruvísi við þá. Umbun! Gott. Hlýýýtt.

Ég er nokkuð viss um að þetta er lífs fokking nauðsynlegt á norðurhjara, ætli maður að skrönglast gegn um enn einn vetur. Maður er orðinn nógu gamall til að átta sig á því að maður er in for the duration, og það getur skelft. Það gefur sýsteminu áhugavert verkefni hamri maður svona á því, slái því til og frá og þenji það. Litlu taugarnar hamast, allt hrekkur í gang, og kerfið hefur einfaldlega ekki tíma til að vera að velta sér upp úr vetrarmæðunni eða þyngslaaukanum.

Finnar eru alveg með þetta. Sána og snjór. Drykkjan virðist eflaust góð hugmynd, en ég held þeir ættu að sleppa henni. Sánudótið er þó the real shit. Þeir væru steindauðir sánulausir, eða fullir af Zoloft og rækjust utan í hvern annan í flabby félagslegum blöðruham serótónínbindingar.

Svo verður maður örugglega alveg steinófrjór af því að sjóða punginn á sér í klessu. Á þessum hugsjónalausu hippatímum er það bara fínt. Það er nóg að vera með sýfilis. Þegar maður hefur raðað lífinu sínu upp seinna getur maður þó ekki maukað á sér okfrumurnar svona í kæruleysinu. Einangraðar SPEEDOskýlur.

1 Comments:

Blogger krilli said...

Pínu of langar setningar. Maður myndi ekki ná andanum, læsi maður þetta upp. Betur næst.

Efnið er samt ágætt!

10:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home