minns

en ekki þinns

fimmtudagur, október 12, 2006

SOBBEGI

Bréf frá mömmu, birt í heild sinni:

Þórbergur syngjandi


Í morgun var fjallað um Þórberg á morgunvaktinni á rás 1.

Pistillinn byrjar á upptöku þar sem hann syngur braginn Ég er aumingi en endar á söng hans á Sóskukvæði.
Algerlega nauðsynlegt að hlusta á þetta. http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4275778/12

Inn á milli er upptaka af því þegar hann lýsti því af hverju hann settist ekki að við Grjótárvatn til að fylgjast með skrýmslum.

Ekki langt en nauðsynlegt.

-og nú heyri ég það sem ég heyrði ekki í morgun og beinir huganum að nauðsyn farandbóksölumanna

Þú átt að hlusta.


Þið líka!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hjálp! Þetta virkar ekki fyrir mig þrátt fyrir gríðarlega löngun mína til þess að heyra þetta.

Er ekki einhver lesandi, eða höfundur sjálfur, útbúinn stream-ripper græju og getur vistað þetta fyrir mig? Jafnvel umskrifað skjalið yfir í Mp3 eða Ogg?

10:20 f.h.  
Blogger krilli said...

Satt að segja þá virkar þetta illa nema á Windows, að því er ég best veit.

Ef maður setur inn flip4mac WMV codec dótið á makka, þá er hægt að spila þennan þátt í heild sinni, en hoppa-á-Þórberg dótið virkar ekki :/

Annars myndi ég taka þetta upp og græjast í þessu. Spurning um að tékka á applespjallvefjunum íslensku, apple.is og maclantic.com, og jafnvel senda bréf á Úbartið og kvarta undan illu gagni af þjóðarnytinni. Ég læt vita ef ég kemst að e-u.

10:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefðir nú alveg mátt laga ásláttarvilluna mína.
Sóskukvæði! Suss, vona að allir átti sig á að hér er talað um SÓSU.

12:10 e.h.  
Blogger krilli said...

Ef þeir hlusta :)

Annars vissi ég að athygli þín myndi fönguð með þessum hætti.

1:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já en ég hélt að allir makka-apar vissu að safari virkar aldrei með neinu tengdu windows. þið verðið að nota firefox til að hlusta,,,,

kveðja,
anon ímus

8:24 e.h.  
Blogger krilli said...

Kjána Ímus, ég prófaði það auðvitað líka :)

8:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

oooog Flip4Mac virkar ekki á IntelMac...

Sammála með kvart til Úbartsins. Krilli, sjáddumða fyrir landann!

1:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home