Ég ætlaði að lýsa ánægju minni með IntellliJ IDEA 5.1 og nýja Quartz-teiknandi Javað frá Apple þegar ég sá fyrir mér vinalegar athugasemdir fólksins míns um að ég væri, jú, tölvunörd.
Eflaust vegna minnimáttarkenndarinnar sem þýtur um lág enni þeirra er þau líta klósigana sem umvefja minn hvíta bókvitsturn.
Til þeirra vitavarða sem ég þekki sendi ég þau boð að IntelliJ fær rosa pepp í buxurnar þegar það hefur stóra hrúgu.
Heap.
4 Comments:
Gad dem hvað þetta er flott bloggfærsla!
Mér fannst þetta rosaleg færsla! Finnst þú alveg bera fram úr öðrum tölvunördum hvað varðar mælskusnilld og framsetningu nýstárlegra hugmynda og hjálplegra athugasemda.
Ég þakka ábendinguna um hauginn og held ég prófi að bæta í minn. Fannstu mikinn mun á að bæta 0.1 við IntelliJ 5.0?
Þetta hér setti ég í IntelliJ IDEA 5.1.app/bin/idea.vmoptions:
-Xms512M
-Xmx512M
-Dapple.awt.graphics.UseQuartz=true
Fyrri tvær línurnar eiga að setja starting heap size og maximum heap size á 512MB. Sjálfgefið max heap er eitthvað minna held ég, þetta á að valda því að ruslakallinn fer sjaldnar á kreik, sem þýðir færri tafir.
Reyndar er stórt heap lengur í hreinsun, en mér sýnist að það komi bara hreinlega afar, afar sjaldan til ruslahreinsunar með þessar stillingar.
Þriðja línan er nýjung, og lætur Apple-útfærslu númer 4 af Java 1.5 teikna með þrívíddarhröðun þeirri er finnst í Mac OS X stýrikerfinu.
Mér virðist 5.1 vera ögn hraðara þar að auki, og er bara mjög kátur með IntelliJ núna.
Það getur verið, btw, að þessi sýndarvélarstillingaskrá heiti eitthvað aðeins annað á Windows, en hún er a.m.k. einhvers staðar í Program Files/IntelliJ möppunni.
Þessar stillingar hafa líklega aðeins áhrif á sýndarvélina sem sjálft IntelliJ keyrir í, ekki sýndarvélarnar sem maður er að keyra / debögga í.
Svo er líka directdraw stilling einhver í idea.properties skrá sem er sambærileg .vmoptions skránni, nema hún hefur áhrif á stillingarnar í sjálfu IntelliJ.
Skrifa ummæli
<< Home