minns

en ekki þinns

miðvikudagur, október 04, 2006

Reykjavík Harbor Watch fer með ókunnuga samlanda sína til Stokkseyris, gefur þeim humar. Skilst að þeir hafi bara mætt á bloggið hennar og spurt hvort það væri hægt að gera eitthvað kúl á Íslandi. Hún heldur það nú aldeilis og sýnir þeim alvöru stöffið.

Prittý kúl.

Spjallaði við tvo af þessum ágætu ungu mönnum í heitum potti um daginn, á næstsíðasta degi ferðarinnar. Mjög fínir!

Merkilegt hvað það gengur oft vel að spjalla við ameríkana.

Finnst stundum eins og ég hafi hugsað mig frá íslenskum hversdagssamskiptum, eða sé "not getting it" vegna einhvers konar fötlunar. Svo koma útlendingar, frá landi sem maður hefur aldrei komið til, og þá er ekkert mál að tala við þá.

Skrýtið skrýtið.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jáh!

Er búinn að lenda á tsjatti við póstkallinn minn, pósthúskonuna, banka"góðandaginn"stelpuna, deli-kallinn, og meiraðsegja kallinn sem svaraði í símann hjá Zappos, bara síðan á sunnudaginn.

Ég vil vísindalega úttekt á þessu. Og innsoginu.

11:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home