minns

en ekki þinns

föstudagur, september 08, 2006

Baldur kom í heimsókn í hádeginu og fékk ólgandi blöndu af hippa-baunarétt og útúrsmjöruðu beikoni og eggjum. Auðvitað mjólk með, og af því að fitusprenging er fyrir aula og matvælafræðinga, þá tókum við hana ófitusprengda takk fyrir.

Baldur fékk að hlusta á nördamagnarann nýja og sagði minnir mig orðin "vá", "feitt" og "fínt".

Það sannar að ég er alls enginn nörd, heldur útsjónarsamur rafsmiður. Alvöru karlmenn geta víst vitað hvað aðgerðamagnari, stilliviðnám og herpihólkur eru, ef það er liður í því að brjóta heiminn undir sig.

Já, brjóta heiminn undir sig – það þarf ekki endilega að bora tóm göt í veggi heldur þarf líka víkingast dálítið í rauðbirknu landi hljómgæðanna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home