Late nights all alone with a test tube
Komst loksins í einhvers konar mark með PIMETuna mína. Magnarinn sjálfur er nokkurnveginn tilbúinn, það er að segja.
Sándar fínt fínt! Testaði græjuna á Brian Wilson og Squarepusher.
PIMETA er heddfónamagnari. Hljómar pínu stúúpid að vera með spes magnara fyrir heyrnartól, en vá hvað það breytir. Ekki til að gera meiri hávaða, heldur betri og réttari hávaða. Trommur gera meira tromm, bjöllur gera meira bling. Shimmer sparkle pop og wham.
Hljóðið verður í rauninni bæði-í-einu mýkra eins og í húð og stinnara eins og í vöðvar.
Eins og er þá er græjan að bíða eftir betri íhlutum, svo sem fancy opamps og hljóðperverta súperviðnámum, en ég gæti hlustað vel sáttur á hana eins og hún er núna. Hlakka mikið til að heyra þetta extra sem mér skilst að tækið eigi inni, sem kemur í ljós þegar það eru komnir alvöru partar í það.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home