minns

en ekki þinns

föstudagur, september 08, 2006

Ég þekki eitt sjarmerandi blogg á sænsku. Mig hefur bæði langað sjálfum til að átta mig á því hvernig nákvæmlega það er sjarmerandi, og ég held ég hafi verið beðinn að útskýra það líka. Ég er ekki viss, en mér datt Þórarinn Eldjárn í hug, og Guðrún Helgadóttir líka. Auður Haralds akkúrat núna og jafnvel Ólafur Haukur Símonarson.

Það er til einhver íslenskur víbes sem er ekki haft mjög hátt um, Laxnesi hampað meira en Þórbergi minna. Þekki held ég fleiri sem þykir vænt um Þórberg, en mér virðist fólk bera virðingu fyrir Laxness. Getið svo giskað á hvort mér finnst merkilegra.

Meðan ritað er um háfleyga sit ég og les hina, og ég held að þessi víbes þar sé íslenskt fyrirbæri sem birtist einhvernveginn í ritstíl og hugsanagangi hjá ótengdum hópi fólks. Örugglega að hluta til í gegn um áhrifaosmósu milli penna, en ég held líka að þetta sé eitthvað sem gerist bara hérna. Það er eitthvað við configgið á þessu landi sem fær fólk til að skrifa svona.

Þetta "svona" er flókið, en ég held að partur af þessu sé óþol fyrir væmni. En þó ólgandi skömm velli upp við ónæmissvörun á væmni, þá þurfum við samt öll að vera hlý og fyndin og með allskonar nice tilfinningar – af því að annars erum við fokkd.

"Víbes" þessi sem ég nefni er ógreinilegur og það er erfitt að setja puttann á hann, en mér finnst eins og hann séu leiðir sem fólk hefur fundið til að vera hlýtt og fyndið og sjarmerandi og allskonar nice tilfinninga-, án þess að fara yfir í væmniklístrið.

Gott blogg. Kannski kemur eigandinn og lætur linkinn sinn í pottinn hérna fyrir neðan, nema ef upp skyldi koma hrúðrandi präsentationsångest. Sjáum til ...

Þetta á eftir að laumast hérna inn einhversstaðar. Nú er búið að útskýra nóg, og hægt að fara að skrifa um það sem átti að skrifa um:

Það skrýtna við þetta blogg er að það er skrifað á sænsku og næstum öll komment eru á sænsku. Þegar ég svara færslum þarna reyni ég að gera það á auðvitað á sænsku, eða einhverju svipuðu allavega. Búbblandi skandinavísku. Það er nefnilega alveg hópur af fólki sem býr þarna í kommentakerfinu, og það er einhver víbes þar og þeirra á milli, sem er partur af heila sjarmanum. Mér finnst þess vegna hálfsilly að vera að troðast þarna inn með einhverja forréttindaíslensku og hafa á tilfinningunni að maður væri að fá implicit sérmeðferð. (Blöogarinn er nefnilega íslenskur.)

En ég kann bara ekkert sænsku :) Ekkert svo mikið, allavega. Allavega nógu lítið til að vera með mildar áhyggjur af og til yfir því að maður virðist þroskaskertur NÄR MAN PRÅTAR SO HER SOM EN HANDIKAPPAD!1

Það er reyndar langt síðan ég fann út hvernig maður virðist súave á máli sem maður kann ekki: Vera með stærri orðaforða en aðrir sem eru svipað sleipir í málinu, og skera sig úr með því að tala málið vitlaust af öryggi.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

og mundu svo að lesa eitthvað eftir Jón Kalman Stefánsson

3:34 e.h.  
Blogger krilli said...

Já! Já.

Takk mamma mín :)

5:01 e.h.  
Blogger krilli said...

Halli Civ. er líka góður í vææbnum. Hann er reyndar alinn upp á teiknimyndatímum og er auðvitað meira BOINGS og klump og í fleiri litum en Auður Haralds, en hann er alveg í sama klúúb.

5:05 e.h.  
Blogger Svala said...

Hóst. Vink vink, sagði ótengda manneskjan. Hrærð og rjóð.

7:08 e.h.  
Blogger krilli said...

:)

Allir að vinka Svölu!

vink vink

10:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home