minns

en ekki þinns

laugardagur, september 09, 2006

Mosh potatoes

Ég fór í mosh-pit í gær. Baldur dró mig, ég var þarna í tvær mínútur, hjálpaði til við crowdsurf og hamaðist eins og maður á að gera. Einum bjargaði ég frá hálsbroti, það var fínt.

Svo varð ég hræddur og lét mig hverfa.

Áðan borðaði ég svo ristað brauð með smjöri, köldum kartöflum, salti, pipar og fullt af Hot Madras Curry Powder. Það er fríkins awesome matur. Sérstaklega núna um haustið þegar kartöflurnar eru eins og þær eru.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home