minns

en ekki þinns

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Út að hjóla áðan! Út Vesturvang, niður Sævang, þar var regnskin í sumarlandi. Niður að sjó, í 24. gír og út að brekkunni sem liggur aftur upp að hverfinu mínu.

Mæði og más! Stuttur túr, en ég er í lélegu formi.

Settist niður rauður og sveittur með hjartslátt í maganum, kaffi-og-slímbragð í munninum. Svo allt í einu fimm mínútum síðar þá rankar visinn heiladingullinn við sér og slefar út smá endorfíni! Aahhhhhh ...

Djöfull gott. Aftur á morgun!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home