minns

en ekki þinns

þriðjudagur, maí 01, 2007

Fólk heldur alltaf alltaf að ég sé í listaháskólanum

Eftir nokkur slagsmál og rifrildi tókst að hafa upp á síðunni með æ þúveist fólkinu sem er allt eins.

Inni á baði um daginn hugsaði ég:
Vá hvað orðið uniform er merkilegt. Uni form / eitt mót / já vá fallegt / allt fólkið er eins utan á af því það er það sama inni í því / eða það er allt partur af einhverju stærrra / vá en rosalegt og fínt

Verst að við eigum ekkert á íslensku sem er eins


búmm jú víst, mér brá þegar ég fattaði að við eigum svoleiðis:

EINKENNI

Hvernig kemur maður orðinu einkenni fyrir í texta þannig að það sé ljóst hvað það er fornt, oog tjah rosalegt?

Ein motherfucking kenni.

Gorgeous þessi skrýtnu hvorugkynsorð sem eru hálfpartinn dottin úr tísku. Kenni og hnoða. Réttu mér hnoðað. Mest spúki kynmyndun orða sem ég þekki.

OK mörg MÖRG falleg orð til, og það besta við þau IMO er að það er einhver löngu búinn að pæla í öllum þessum fallegu hlutum. Orð eins og einkenni og einsmóta væru ekki til nema fyrir það að það var til fólk MUN klárara en ég sem pældi í þessu öllusaman fyrir löngulöngu.

Held það sé alveg hægt að gera ráð fyrir því að orðsmiðirnir sem settu saman ein-kennis-búningur hafi alveg vitað af því sem er verið að segja á exactitudes. Heimspekimajonesinu öllusaman.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bannað að sýna manni vefsíðu eins og exactitudes sem stelur af manni heilu klukkustundunum í prófatíð þar sem hver mínúta er gulls í gildi. Þessi vefsíða er nú í top 10 hjá mér.

11:20 e.h.  
Blogger krilli said...

Ég er svona 75% 1998 Rotterdam Vagabond, 25% 1995 Rotterdam Casual Queer.

2:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha!

(ég þori ekki að skoða of mikið því ég er of hræddur um að hún endi...)

5:14 e.h.  
Blogger krilli said...

Get því miður staðfest :(

Endirinn er samt flottur

5:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home