Minns er þeirra
Síðasta færsla? Sko, mamma er fatahönnuður. Inn við beinið. (Hún hefur helgað sér öðru, svona hversdags, en maður er alltaf sem maður er.) Þegar ég byrja að muna eftir mér er mamma að læra fatahönnun í Danmörku.
Hvernig klæði ég mig? Eða sko, hvernig hugsa ég um föt? Takk mamma.
Pabbi er á sama hátt keramiker. Eða leirkerasmiður. Eða bara gaddem snillingur, hvítu bollarnir sem hann gerði eru fallegustu hlutir í heimi. Ég veit ekki hvort ég hef sagt það upphátt við hann, og ég veit ekki hvort ég gæti gert það þannig að hann skildi. Hvert einasta skipti sem ég tek einn af bollunum út úr skápnum - og ég fæ mér undantekningalítið kaffi í hvítan bolla eftir pabba - þá hugsa ég Dísus djöfull er þetta fallegt.
Ég hélt alltaf að ég hefði lært hógværðina af mömmu, meira. Fyndin taugaveikluð útgáfa af speak softly and carry a big stick, sprengd hæfileikum og epík eins og Kobekjöt. Allavega þegar vel tekst.
Bollarnir hans pabba? Var að fatta þá: þeir eru FUCKING ROSALEGIR en þykjast vera litlir hvítir bollar. Handrenndir, gætu verið beinir og reglustikaðir en hann renndi fingramörk í þá. En málið er að þau eru óaðfinnanleg. Hah, auðvitað. Svo er næstumþví næstum næstum glær glerungur yfir þeim næstumþví næstum öllum - og glerungurinn er næstumþví næstum ekki FOKKING TÚRKÍSLITAÐUR
ahhhffff rosalegur gauuur
pabbipabbi
Jam, svo er öll fjölskyldan meira og minna rosaleg. Ég er hægt og rólega að kasta af mér spelkum gipsi andans og er að byrja að sjá fólkið mitt. Fah, flott lið.
og pointið: TAKK FYRIR mig
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home