minns

en ekki þinns

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Tilviljun

Mismunandi hlutir gerast fyrir mismunandi fólk.

Margt í því, en tvennt merkilegt:

Annað er að þegar menn ferðast um litla heiminn sinn sjáum við allt of oft bara það sem við erum tilbúin að þekkja. Við vinnum úr heiminum með tengimaskínu. Hafi maður ekkert til að tengja í er ansi margt bara actually ósýnilegt. Þetta skellur á himnum okkar, keilum og stöfum, en fer svo bara beint í /dev/null.

Hitt er að vísindamennirnir eru búnir að finna einn af mekanismunum í heilanum sem lætur okkur líða eins og fólkinu í kring um okkur. Einn spes kjötbiti til bara þess. Kóðuð fjarskipti. Manneskjan hefur tilfinningar, tilfinningarnar búa víða. Af öllum þeim stöðum, þessa heims og annars, er einn sá minnst merkilegi líklega taugakerfið. (Þetta segi ég vitandi smávegis um hvernig það smíðast og hvernig það virkar. Ég ber djúpa og forna virðingu fyrir taugakerfinu.)

Tilfinningarnar eru tengdar í taugakerfið, og taugakerfið tengt í líkamann. Musterið mar, musterið. Musterið hreyfist!

Munstrið er sjáanlegt hverjum sem er. Aðrar taugar í öðru fólki taka það og vinna það og sprauta því inn í heilann á viðtakandanum.

Kóðuð fjarskipti.

Maður ræður sjálfur eigin viðbrögðum við útsendingunni, en það er ekkert hægt að segja pass og vera ekki memm í þeim, sem er dálítið merkilegt. Það er eitthvað rosalegt við þau kerfi í mönnum og dýrum sem er ekki hægt að slökkva á. Ég var bara að kveikja á litlu, visnu perunni minni rétt áðan: Að tilfinningasamskiptum er forgangsraðað eins og fríkins öndun og hjartslætti. Holy fokking crap. Það er intense.

Þannig að! Þegar ég fer út tekur fólk á sig mína eigin mynd, af því ég geislaði henni inn í það. Ég breytist í þau, takk sömuleiðis. Vinka og veifa.

Á hvernig stað býr þá einhver sem er alltaf hellaður á því? Það eru allir undnir og people are strange. Yggldar brúnir og snubbótt svör.

Hvað sér hinn káti í vatninu?

Nú, tóma sælu auðvitað. Smælaðu framaníann.

Þetta er ekki einu sinni sama fólkið í hans heimi, þó það sé búið til úr sama holdinu og beri sömu nöfn. Badmintonreglur meika ekkert sens á bocciavellinum, það er þá ekki nema furða að fólk hafi mismunandi skoðanir á fólki og samskiptum.

Nú er vandinn sá að ég ætla að leyfa mér þann munað að trúa á þriðja hlutinn. Í kjölfarið á því átta ég mig á því hvað orðið tilviljun er fallegt.

8 Comments:

Anonymous gzur said...

Mar quittar nú fyrir sig eftir svona lesningu.

De profundis clamo ad te Domine

4:57 e.h.  
Blogger krilli said...

Vá, Gissur

5:03 e.h.  
Blogger krilli said...

Nú rétt í þessu dingluðu tveir indælir ungir menn upp á og vildu spjalla. Þeir gáfu mér blað:

VAKNIÐ!
Er til skapari?


Funny shit. Engan æsing samt. Þróunarkenningin FTW.

5:59 e.h.  
Anonymous Hrafn Thorri said...

Nice entry man! Listilega skrifað.
Ekki manstu nafnið á þessum blessaða kjötbita? Væri til í að lesa mér til um þetta.

Talandi um door-to-door trúbera ? hér er víddjó trúleysingja sem fékk nóg af mormónum og ákvað að gera smá door-to-door atheism. Hilarious.

7:46 e.h.  
Anonymous Ingaló said...

Hið fyrra:

Eins og þegar maður er nýbúinn að tala um eitthvað og daginn eftir sér maður það allsstaðar?

Maður trúir því allavega oftar en ekki að þetta séu einskærar, magnaðar tilviljanir - eða jafnvel labbar um veltandi vöngum yfir því hvað heimurinn sé nú einstaklega afleiðandi, dularfullur, jafnvel yfirnáttúrulegur.

Oftast eru þetta samt örugglega alls ekkert tilviljanir og alls ekkert háfleygara en opnari augu. En hvað er líka tilviljun? Er hún til? Ætli túlkunin sé ekki persónubundin? -Sumir sjá draug, aðrir sjá gardínur.

Maður má þó alls ekki missa trúna á tilviljunum - þær eru svo skemmtilegar.! Hlakkar alveg í manni eins og 5 ára með gasblöðru eða eitthvað. "Vá, en gaman... ég var einmitt að tala um.../heyra í.../lesa um..." Mismunandi mikið, auðvitað, hvað fólki þykir gaman að svona. Og mismunandi eftir stærð atviks og ummáli, eða svoleiðis. Ég veit að ég er allavega alveg 5 ára, oftast, með búnka af blöðrum, fæ að fylla þær sjálf og allt!

Ég er t.d. að passa mig ýkt mikið núna að vera ekki að segja öllum 20 sinnum frá tilviljuninni þegar vinkona mín spurði vefleiðis í dag, ákaflega casúallí, hvort mig vantaði ekki íbúð. Það sem hún vissi þó ekki er að ég er að flytja í sófann hjá mömmu á föstudaginn! Æj það eru allir svo fullorðnir eitthvað að þeir nenna mér ekki í svona ham, en mér þykir þetta bara svo óendanlega skemmtilegt!


Og hið seinna:

Ef maður gerir sér grein fyrir þessu, er hægt að vinna með það. Það er magnað! Ekkert hlaupið að því, þó! Ekkert sísvona. Engin vanvirðing hér á bæ, sjáðu til, bara áhugaverð tilraunastarfsemi.

11:40 e.h.  
Blogger krilli said...

Hrafn: Þeir nefndu þessar frumur vel: mirror neurons.

Ingaló: lol@gardínur. Með hið seinna: Já!

12:33 f.h.  
Anonymous Ævar Örn said...

Já mikið til í þessu, og athyglisvert að séu til svona samstillingarfrumur. Spurning til hvers þær eru, mjög líklegt að þær séu þarna til að þú sért líklegri til að koma betur fram við fólkið í þínu nánasta umhverfi og reyna að hjálpa því ef það er eitthvað messað.
Líka svo merkilegt hvað er einmitt mikið subjective í heiminum útfrá meðvitund, allt fer í gegnum þessa pípur og filtera áður en það lendir á vitrænum stað, og svo margir hlutir sem hafa áhrif á þessa filtera, reynsla, skap, trú o.s.frv.(stuttu máli heimssýn).

Svo þegar maður spáir meira í þessu að þeir sem reyna að vera alltaf í besta skapinu eru miðað við þetta að gera góðverk, lyfta meðaltalslíðaninni upp(ekki veitir af). Margir sem hafa svo velt fyrir sér hvað fólk er í raun og veru, og fannst mér Evangellion taka þetta ágætlega fyrir, þú ert í raun til í einhverju formi í hugsanum á öllum sem þú þekkir, hver um sig með mismunandi sýn, mismikla og misgóða, ásamt því að hvernig þú ert í hausnum á þér.

Mjög vel skrifuð færsla og rann í gegn eins og fallegt ljóð. thumbs up

Tengdir málshættir og orðatiltæki og orðaskot:
Half empty, half full;
Beauty is in the eye of the beholder;
Don't worry be happy;
GhostBusters

4:10 e.h.  
Blogger HEL said...

svo er þetta skert í sumum er það ekki..sonur minn á einhverfurófinu er aaalveg clueless þegar hann kemur að öðrum en honum sjálfum.. ekki veit ég ekki hverju hann speglar

6:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home