minns

en ekki þinns

föstudagur, desember 01, 2006

BrottkastHjálparstarf kirkjunnar sendi mér prentað mál: Þunnan pappadropa með málmáferð, og gíróseðil. Mér leist betur á seðilinn. Dropinn fauk.

Það sama gilti fyrir Amnesty jólakortin: Mæðgurnar vatnslituðu liggja undir dropanum í tunnunni - en gíróseðillinn þeirra, hann var fínn og ég notaði hann.

Fátt er svo með öllu gott að ekki komi gróði af.

Ef þú hefur ekki efni á Amnesty & hjálparstarfi, þá hefurðu ekki efni á Peter Jensen. Eftir þessari reglu actually sigli ég - í alvörunni. Visið peysuglatt egóið starfar með hjartanu og hjálpar til við að Staðfesta Millifærslu. Fleiri greiddir gíróseðlar, mikilvægt, og færri Peter Jensen peysur eru settar í skápinn.

Eða, jafnmargar og áður, en maður fær minna hjartanag af þessum ókeyptu. Þetta virkar.

Ljótt góðgerða- og hjálparstarfsefni er mál. Það er auðvitað mikivægara að brunnar séu byggðir, en þetta er mál.

4 Comments:

Anonymous Ævar said...

Finnst alltaf svo erfitt að velja eitthvað svona til að styrkja, heyrir svo fréttir af einhverju rauðakrossleaderum sem stinga á sig fullt af peningum :/, Langar samt að styrkja eitthvað, einhverjar hugmyndir, er að pæla í setja eitthvað í unicef.

8:22 e.h.  
Anonymous halli said...

ABC barnahjálp.

Er búinn að styrkja stelpu í nokkur ár, fæ myndir og fréttir.

Engin ástæða til að gera það ekki.

10:05 e.h.  
Anonymous halli said...

Þ.e.:

Engin ástæða að styrkja ekki.
(hitt kom skringilega út)

10:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]casino bonus[/url] [url=http://www.casinovisa.com/deposit-casinos/]online slots[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/video-poker/index.html]casino bonus[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/sw]paypal casino[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=528]sex dolls[/url]

7:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home