minns

en ekki þinns

fimmtudagur, mars 29, 2007

Bless

Ég er að kveðja á mér líkamann. Eftir því sem mig rekur lengra út á fræðisjó og mátturinn til að teikna ósýnileg munstur eykst - inn í maskínur sem ganga án þess að hreyfast - er ég að smækka.

Tækin sem ég er búinn að velja til að sérhæfa mig í eru einmitt alltaf að minnka. Línuritið þar yfir spáir því að virknin muni stækka en holdgervingarnir minnki og minnki.

Ég léttist og fölna og hlutföllin í mér breytast. Þróun sem þarf að snúa við .

Hárið vex og það verður tími til að klippa það seinna. Ég er kominn með mullet á þrútið höfuðið.

Ég lít í spegilinn og hugsa "Krilli Beikon". Mulletið.

5 Comments:

Blogger lufsan said...

Ekki hverfa! Matur er mannsins megin! Súkkulaði, ef þörf er á og franskar og rjómi. Og borða þó þú sért ekki svangur, svo er líka góð hugmynd að fara í leikfimi, það örvar matarlystina. Þetta veistu auðvitað allt sjálfur......En veturinn er líka ALVEG að verða búinn, þá koma betri dagar með blóm í haga, ís og grillpulsur.

9:59 e.h.  
Blogger Guðný said...

Jó hvað Guðnýjar eru greinilega klárar *fliss*

8:35 e.h.  
Blogger krilli said...

Þær eru það :)

1:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sniff, íslenzk grilllykt. Vil kaupa hana á spreybrúsum.

6:32 f.h.  
Blogger krilli said...

Koddu!

7:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home