minns

en ekki þinns

föstudagur, maí 26, 2006

Fyrir nokkru síðan keypti ég Grado SR-325 heyrnartól. Búðarmaðurinn kvað hljóminn myndu mýkjast upp með notkun, og það var alveg rétt hjá honum. Nú tæpum tveimur árum síðar eru þau bara að verða feitari og feitari.

Í hvert skipti sem þau eru tengd við góðan, öflugan magnara og eitthvað með frekar þéttum botni spilað nokkuð hátt, hljóma þau áberandi betur daginn eftir. Vangefið stöff.

Ég er núna að klára að brjóta þau örfáu bifhár sem eru eftir í eyrunum á mér. Fab Four Suture með Stereolab er mjög flott plata.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home